Enginn niðurskurður á heimsleikunum í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 8. júlí 2020 08:30 Dave Castro er vinsæll innan CrossFit. mynd/morningchalkup Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár. CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Dave Castro, framkvæmdarstjóri CrossFit, mætti á dögunum í hlaðvarpið Talking Elite Fitness þar sem hann ræddi m.a. um heimsleikana í ár sem og forkeppnina fyrir leikana sem honum finnst of flókin. Það verður mikið lagt upp úr hreinlæti á heimsleikunum í ár vegna kórónuveirufaraldursins en þeim hefur verið seinkað fram í september hið fyrsta og skorið niður í einungis 30 karla og 30 konur. Castro greindi frá því í viðtalinu að keppendum yrði ferjað frá hótelinu á keppnisstað með öllum helstu tilmælum frá sóttvarnaryfirvöldum, með fjarlægð á milli allra og fleira í þeim dúr. Hann segir einnig að hann vilji að keppendurnir á leikunum finni fyrir því hversu erfitt sé að keppa á leikunum og að það verði enginn niðurskurður eins og er venjulega eftir fyrstu dagana. „Í símtali með keppendunum sagði ég þeim að það yrði ekkert skorið niður, því ég vil að þau finni fyrir þessari helgi og sársaukanum,“ sagði Castro en niðurskurðurinn hefur verið umdeildur. Hann sagði að hann vissi ekki hvort að það yrði endanlegt að það yrði enginn niðurskurður en bætti við að honum litist betur á að hafa engan niðurskurð. Einnig ræddi framkvæmdastjórinn um forkeppnina sem hann segir að sé einfaldlega of flókin. „Ég held að við þurfum að hreinsa til í þessu og gera þetta einfaldara og skiljanlegra. Hreinna fyrir áhorfendur og keppendurna sjálfa. Hversu margar leiðir geturðu farið inn á leikana? Of marga.“ „Við erum að finna hraustustu konu og karl í heimi. Það á að vera erfitt að komast hingað og þetta á að vera einstakt,“ sagði Castro. Þau Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir áttu að keppa í ár en Katrín Tanja dró sig út vegna vandræðanna sem hafa verið innan CrossFit. Óvíst er því hvort hún taki þátt í ár.
CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti