Innlent

Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá malbikunarframkvæmdunum á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag.
Frá malbikunarframkvæmdunum á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag. Vísir/Friðrik Þór

Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. Malbikið þar sem slysið varð stóðst ekki staðla og var mun hálli en Vegagerðin ætlaðist til.

Framkvæmdirnar hófust klukkan 14:00 í dag og er umferð handstýrt í báðar áttir. Vegagerðin bendir fólki á hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Hvalfjörð.

Banaslysið varð þegar húsbíll og mótorhjól lentu saman á nýmalbikuðum kafla á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga sunnudaginn 28. júní. Í kjölfar þess ákvað Vegagerðin að leggja nýtt malbik því það sem var lagt áður stóðst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám.

Þá ætlar Vegagerðin að taka upp breytt verklag þegar malbik er lagt og lækka hraða á meðan malbikið nær ásættanlegu viðnámi. Gullinbrú var einnig malbikuð aftur í kjölfar slyssins á Kjalarnesi.


Tengdar fréttir

Minnast Finns og Jóhönnu með hlýju

Finnur Einarsson og Jóhanna S. Sigurðardóttir, parið sem lést í umferðarslysi á Kjalarnesi á sunnudag, voru virkir félagar í HOG Chapter Iceland, samtökum eigenda Harley Davidson-mótorhjóla á Íslandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×