Munu Manchester-liðin berjast um sömu leikmennina í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 23:00 Koulibaly virðist vera á leiðinni til Manchester-borgar. Matteo Ciambelli/Getty Images Talið er að Manchester United og nágrannar þeirra í Manchester City muni berjast um sömu bitana er leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Miguel Delaney hjá The Independent hefur það eftir öruggum heimildum að bæði Manchester-liðin séu að leita sér að miðverði. Reyndar þarf engan doktor til að segja þeim sem fylgjast með enska boltanum að Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola væru til í að fjárfesta í varnarmanni í sumar. Samkvæmt Delaney eru tveir leikmenn á óskalista beggja liða, sömu tveir leikmennirnir. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, og Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan. City and United set for battle over centre-halveshttps://t.co/ti1CSyhyxO— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) July 6, 2020 Þörf City á miðverði er brýnni en United. Liðið hefur ekki enn fyllt skarð Vincent Kompany og það virðist sem dagar bæði Nicolas Otamendi og John Stones séu taldir. Svo virðist sem Pep hafi komist að þeirri niðurstöðu að Koulibaly sé maðurinn sem gæti leyst varnarvandræði liðsins. Koulibaly verður orðinn þrítugur þegar næsta tímabil fer af stað og leikmaðurinn því að renna út á tíma hvað varðar félagaskipti til stórliðs í Evrópu. Fæst stórlið vilja fjárfesta í leikmönnum yfir þrítugt og mögulega vill Senegalinn nýja áskorun eftir að hafa verið í herbúðum Napoli frá 2014. Skriniar - sem er aðeins 25 ára gamall - gæti þó reynst ódýrari kostur fyrir City-liðið. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Inter missir Lautaro Martinez - argentíska framherja liðsins - þá vill Antonio Conte, þjálfari liðsins, fylla upp í skarðið með öðrum Argentínumanni, Sergio Aguero. Mögulegt Evrópubann City mun svo að öllum líkindum hafa áhrif á hvaða leikmenn liðið fær til sín eða selur í sumar. City áfrýjaði upprunalega dómnum sem átti að banna liðinu að taka þátt í leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til tveggja ára. Ekki er víst hvenær lokaniðurstaða fæst í málinu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, er enn að velta fyrir sér hvernig best sé að nýta það fjármagn sem honum stendur til boða. Það virðist sem félagið eigi í góðu sambandi við Inter en alls hafa þrír leikmenn United fært sig frá Manchester-borg til Mílanó á síðustu tólf mánuðum. Inter keypti þá Romelu Lukaku og Ashley Young ásamt því að fá Alexis Sanchez á láni. Sá síðastnefndi gæti verið notaður sem skiptimynt í kaupunum á Skriniar. Skriniar í baráttunni við Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Inter Milan á leiktíðinni.Claudio Villa/Getty Images Einnig spila mögulegar sölur á mönnum á borð við Phil Jones og Chris Smalling inn í hvort enska félagið geti borgað uppsett verð. Talið er nær öruggt að Smalling gangi til liðs við Roma þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þá vonast forráðamenn United að Steve Bruce bjargi þeim enn á ný með því að fjárfesta í leikmönnum sem enginn vill. Þannig gæti farið svo að Jones verði leikmaður Newcastle United í sumar. Fari svo að United hafi ekki efni á leikmönnunum eða þeir velji báðir að semja við City er talið að liðið muni reyna fá Joe Rodon hjá Swansea City eða Dayot Upamecano hjá RB Leipzig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Talið er að Manchester United og nágrannar þeirra í Manchester City muni berjast um sömu bitana er leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Miguel Delaney hjá The Independent hefur það eftir öruggum heimildum að bæði Manchester-liðin séu að leita sér að miðverði. Reyndar þarf engan doktor til að segja þeim sem fylgjast með enska boltanum að Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola væru til í að fjárfesta í varnarmanni í sumar. Samkvæmt Delaney eru tveir leikmenn á óskalista beggja liða, sömu tveir leikmennirnir. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, og Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan. City and United set for battle over centre-halveshttps://t.co/ti1CSyhyxO— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) July 6, 2020 Þörf City á miðverði er brýnni en United. Liðið hefur ekki enn fyllt skarð Vincent Kompany og það virðist sem dagar bæði Nicolas Otamendi og John Stones séu taldir. Svo virðist sem Pep hafi komist að þeirri niðurstöðu að Koulibaly sé maðurinn sem gæti leyst varnarvandræði liðsins. Koulibaly verður orðinn þrítugur þegar næsta tímabil fer af stað og leikmaðurinn því að renna út á tíma hvað varðar félagaskipti til stórliðs í Evrópu. Fæst stórlið vilja fjárfesta í leikmönnum yfir þrítugt og mögulega vill Senegalinn nýja áskorun eftir að hafa verið í herbúðum Napoli frá 2014. Skriniar - sem er aðeins 25 ára gamall - gæti þó reynst ódýrari kostur fyrir City-liðið. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Inter missir Lautaro Martinez - argentíska framherja liðsins - þá vill Antonio Conte, þjálfari liðsins, fylla upp í skarðið með öðrum Argentínumanni, Sergio Aguero. Mögulegt Evrópubann City mun svo að öllum líkindum hafa áhrif á hvaða leikmenn liðið fær til sín eða selur í sumar. City áfrýjaði upprunalega dómnum sem átti að banna liðinu að taka þátt í leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til tveggja ára. Ekki er víst hvenær lokaniðurstaða fæst í málinu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, er enn að velta fyrir sér hvernig best sé að nýta það fjármagn sem honum stendur til boða. Það virðist sem félagið eigi í góðu sambandi við Inter en alls hafa þrír leikmenn United fært sig frá Manchester-borg til Mílanó á síðustu tólf mánuðum. Inter keypti þá Romelu Lukaku og Ashley Young ásamt því að fá Alexis Sanchez á láni. Sá síðastnefndi gæti verið notaður sem skiptimynt í kaupunum á Skriniar. Skriniar í baráttunni við Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Inter Milan á leiktíðinni.Claudio Villa/Getty Images Einnig spila mögulegar sölur á mönnum á borð við Phil Jones og Chris Smalling inn í hvort enska félagið geti borgað uppsett verð. Talið er nær öruggt að Smalling gangi til liðs við Roma þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þá vonast forráðamenn United að Steve Bruce bjargi þeim enn á ný með því að fjárfesta í leikmönnum sem enginn vill. Þannig gæti farið svo að Jones verði leikmaður Newcastle United í sumar. Fari svo að United hafi ekki efni á leikmönnunum eða þeir velji báðir að semja við City er talið að liðið muni reyna fá Joe Rodon hjá Swansea City eða Dayot Upamecano hjá RB Leipzig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira