Yfirbuguðu mann vopnaðan hnífi á skemmtistað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 07:20 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem reyndist vopnaður hnífi á skemmtistað í miðborginni. Maðurinn reyndi að veitast að öðrum manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem enn fremur segir að maðurinn hafi reynt að komast undan. Það virðist þó ekki hafa tekist því maðurinn var yfirbugaður af lögreglumönnum sem beittu varnarúða. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögregla hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls voru bókuð 88 mál að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þannig virðast starfsmenn verslunar hafa elt upp bíræfinn þjóf sem reyndi að stela farsíma úr afgreiðslu á ónefndu fyrirtæki. Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn, reyndist hann vera með aðra muni í vörslu sinni sem hann gat ekki get grein fyrir og eru þessir munir taldir vera þýfi. Þá var annar hnífamaður handtekinn af lögreglumönnum á Stöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögregla fékk tilkynningu um mann í annarlegu ástandi sem var grunaður um þjófnað. Lögregla handtók manninn sem streittist reyndar á móti handtöku og kom í ljós að hann var með hníf í buxnavasanum. Þá virðist hafa verið töluvert um gleðskap í Kópavogi og Breiðholti en lögreglan á því svæði var aðallega í því að sinna tilkynningum um samkvæmishávaða í heimahúsum, að því er segir í dagbók lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem reyndist vopnaður hnífi á skemmtistað í miðborginni. Maðurinn reyndi að veitast að öðrum manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem enn fremur segir að maðurinn hafi reynt að komast undan. Það virðist þó ekki hafa tekist því maðurinn var yfirbugaður af lögreglumönnum sem beittu varnarúða. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögregla hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls voru bókuð 88 mál að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þannig virðast starfsmenn verslunar hafa elt upp bíræfinn þjóf sem reyndi að stela farsíma úr afgreiðslu á ónefndu fyrirtæki. Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn, reyndist hann vera með aðra muni í vörslu sinni sem hann gat ekki get grein fyrir og eru þessir munir taldir vera þýfi. Þá var annar hnífamaður handtekinn af lögreglumönnum á Stöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögregla fékk tilkynningu um mann í annarlegu ástandi sem var grunaður um þjófnað. Lögregla handtók manninn sem streittist reyndar á móti handtöku og kom í ljós að hann var með hníf í buxnavasanum. Þá virðist hafa verið töluvert um gleðskap í Kópavogi og Breiðholti en lögreglan á því svæði var aðallega í því að sinna tilkynningum um samkvæmishávaða í heimahúsum, að því er segir í dagbók lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira