Fótbolti

24 ára og hefur orðið deildar­meistari átta ár í röð í þremur löndum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Coman fagnar titlinum með liðsfélögum sínum í gær.
Coman fagnar titlinum með liðsfélögum sínum í gær. vísir/getty

Kingsley Coman heldur áfram að vinna bikara en hann varð í gær þýskur meistari er Bayern Munchen tryggði sér áttunda Þýskalandstitilinn í röð.

Þeir gerðu það með 1-0 sigri á Werder Bremen á útivelli en Robert Lewandowski skoraði fyrsta og eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Algjörir yfirburðir Bæjara í Þýskalandi.

Coman kom í gegnum starf PSG og varð þar tvívegis deildarmeistari áður en hann ákvað að halda til Juventus þar sem hann varð ítalskur meistari einu sinni.

Hann kom til Bæjara á láni fyrir tímabilið 2015/2016 og lék einnig á láni tímabilið þar á eftir. Liðið varð meistari í bæði þau skipti en hann var svo keyptur til félagsins fyrir tímabilin 2017 og hefur liðið unnið deildina öll árin síðan þá.

Coman hefur því orðið deildarmeistari í þremur löndum átta ár í röð. Taka skal fram að hann er einungis 24 ára gamall. Magnað afrek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×