Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 18:11 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um að ganga pólitískra erinda Trump forseta. Hann hefur hlutast til í málum tveggja vina og bandamanna forsetans til að ýmist milda refsingu þeirra eða fella ákærur niður. AP/John Bazemore Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax. Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax.
Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00