Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 18:11 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um að ganga pólitískra erinda Trump forseta. Hann hefur hlutast til í málum tveggja vina og bandamanna forsetans til að ýmist milda refsingu þeirra eða fella ákærur niður. AP/John Bazemore Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax. Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax.
Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00