Nýstofnuð sjávarakademía einblínir á sjálfbærni, umhverfismál og nýsköpun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2020 14:47 Sjávarakademía Sjávarklasans var opnuð í dag. Vísir/Hanna Andrésdóttir Sjávarakademía Sjávarklasans var sett á laggirnar í dag í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði Sjávarakademíuna formlega í Húsi sjávarklasans að viðstöddum gestum að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum. Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins. Kennslan fer að mestu fram í Húsi sjávarklasans en einnig í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. “Ef einhvern tíma var þörf þá er núna nauðsyn að efla áhuga fyrir haftengdum greinum. Aldrei áður í sögunni hefur jafn mikið verið rætt um fæðuöryggi hérlendis eins og undanfarna mánuði og tækifærin í þeim efnum í hafinu við Ísland eru mikil,” segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans. Boðið verður upp á nám sem stendur yfir í eina önn og hefst námið í haust. Þá verður boðið upp á sérstakt fjögurra vikna námskeið í sumar þar sem lögð er áhersla á nýsköpun, sjálfbærni og tækifæri í bláa hagkerfinu. Þá munu nemendur hitta frumkvöðla og kynnast því hvernig þau komu hugmynd í framkvæmd, læra að stofna fyrirtæki, kynnast tækifærum til að nýta sjávarauðlindir betur og svo framvegis. Skóla - og menntamál Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sjávarakademía Sjávarklasans var sett á laggirnar í dag í nánu samstarfi við Fisktækniskóla Íslands. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, opnaði Sjávarakademíuna formlega í Húsi sjávarklasans að viðstöddum gestum að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum. Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins. Kennslan fer að mestu fram í Húsi sjávarklasans en einnig í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. “Ef einhvern tíma var þörf þá er núna nauðsyn að efla áhuga fyrir haftengdum greinum. Aldrei áður í sögunni hefur jafn mikið verið rætt um fæðuöryggi hérlendis eins og undanfarna mánuði og tækifærin í þeim efnum í hafinu við Ísland eru mikil,” segir Ólafur Jón Arnbjörnsson skólastjóri Fisktækniskólans. Boðið verður upp á nám sem stendur yfir í eina önn og hefst námið í haust. Þá verður boðið upp á sérstakt fjögurra vikna námskeið í sumar þar sem lögð er áhersla á nýsköpun, sjálfbærni og tækifæri í bláa hagkerfinu. Þá munu nemendur hitta frumkvöðla og kynnast því hvernig þau komu hugmynd í framkvæmd, læra að stofna fyrirtæki, kynnast tækifærum til að nýta sjávarauðlindir betur og svo framvegis.
Skóla - og menntamál Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira