Fótbolti

PSG keypti Icardi - Klásúla til að angra Juventus

Sindri Sverrisson skrifar
Mauro Icardi varð franskur meistari með PSG nú í vor en tímabilið í Frakklandi var blásið af fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins.
Mauro Icardi varð franskur meistari með PSG nú í vor en tímabilið í Frakklandi var blásið af fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/getty

Argentínski framherjinn Mauro Icardi var í dag kynntur sem fullgildur leikmaður PSG eftir að hafa verið á láni hjá félaginu frá Inter Mílanó. Inter ákvað að selja hann en setti ákveðin skilyrði inn í samninginn til að styrkja sína stöðu.

Kaupverðið er sagt nema 50 milljónum evra, jafnvirði sjö og hálfs milljarðs króna, og við það gætu bæst sjö milljónir evra með tímanum. Samningur Icardi við PSG gildir til ársins 2024.

Í kaupsamningnum er klásúla sem ítalskir miðlar kalla „anti-Juventus“-skilmála, en þar segir að Inter skuli fá 15 milljónir evra í sinn vasa verði Icardi seldur aftur til félags í ítölsku A-deildinni. Þó að þetta eigi við um öll félög í deildinni er Juventus eina félagið sem raunhæft væri að hefði efni á Icardi, og Juventus var á meðal þeirra félaga sem hafði áhuga á að reyna að fá Icardi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×