Innlent

Vettvangsrannsókn lokið í Hrísey

Andri Eysteinsson skrifar

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn sinni á vettvangi stórbrunans í fiskvinnslu Hrísey Seafood í Hrísey í gær. Lögregla segir í tilkynningu að á þessu stigi sé ekki hægt að segja til um orsök eldsvoðans og mun málið enn vera á frumstigi.

Lögregla hefur þá leitað til íbúa Hríseyjar með von um að komast yfir myndefni sem sýnir þróun brunans þar til að slökkvilið komst á vettvang.

Áfram verður unnið að rannsókn málsins en vettvangi hefur verið skilað til tryggingafélags og er vinnu við að draga úr skaða frá rústum hafin. Í tilkynningu lögreglu segir að lausar plötur úr brunarústunum hafi þegar verið farnar að fjúka til.

Starfsmaður fiskvinnslunnar varð eldsins var um klukkan fimm í gærmorgun en slökkvilið Hríseyjar var fyrst á vettvang en löng leið beið slökkviliði Akureyrar sem þurfi að keyra um 30 kílómetra og sigla í ferju áður en á vettvang var komið.

Mikill eldur var í elsta hluta fiskvinnslunnar en eldur náði að teygja sig yfir í nærliggjandi byggingar. Ljóst er að tjónið og áfallið er mikið fyrir íbúa Hríseyjar enda er fiskvinnsla Hrísey Seafood stærsti vinnustaður eyjarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×