Tekur UFC fram yfir Bellator: Líklegra að maður mæti gæja sem notar ekki stera Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 19:00 Gunnar Nelson var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Gunnar Nelson á einn bardaga eftir af núgildandi samningi sínum við UFC bardagasambandið en vonast til að fá nýjan samning og hefur ekki í hyggju að snúa sér til Bellator bardagasambandsins. Betur sé staðið að málum hjá UFC, til að mynda varðandi lyfjaeftirlit. Gunnar segist ekki hafa rætt við UFC um nýjan samning og að í því ástandi sem hafi skapast vegna kórónuveirufaraldursins viti hann ekki hvað taki við. „Við erum í raun ekki búin að ræða framhaldið neitt. Við höfum í raun haft voðalega lítið samband við þá, og þeir við okkur, á þessum tímum. Ég veit því ekki alveg hvað koma skal. Auðvitað er ég bara að vonast til að við semjum aftur, og að við getum tekið nokkra slagi í viðbót,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson spurði hann út í Bellator, og sögur þess efnis að sambandið væri tilbúið að borga betur en UFC, en það var á Gunnari að heyra að mikið þyrfti til þess að hann færi frekar til Bellator. „Mér finnst UFC vera stigi fyrir ofan [Bellator] þó að það séu margir sem að gætu vel krossað á milli. Það sem er þó fyrst og fremst er að það er betra og meira „professional“ utanumhald hvað varðar lyfjapróf og slíkt í UFC. Mikið öflugra. Ég er hlynntur því og ég er ekki að fara að taka stera, en ég geri ráð fyrir því að það séu helvíti margir í Bellator að taka stera, og svo sem örugglega í UFC líka. Ég treysti því frekar að í UFC fari ég á móti einhverjum gæja sem er „clean“ [ekki búinn að nota stera],“ sagði Gunnar, og benti á að hann væri tekinn í lyfjapróf um það bil sjö sinnum á ári vegna samnings síns við UFC. Klippa: Sportið í dag - Gunnar segir lyfjaeftirlitið best hjá UFC og vill vera þar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. MMA Sportið í dag Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Gunnar Nelson á einn bardaga eftir af núgildandi samningi sínum við UFC bardagasambandið en vonast til að fá nýjan samning og hefur ekki í hyggju að snúa sér til Bellator bardagasambandsins. Betur sé staðið að málum hjá UFC, til að mynda varðandi lyfjaeftirlit. Gunnar segist ekki hafa rætt við UFC um nýjan samning og að í því ástandi sem hafi skapast vegna kórónuveirufaraldursins viti hann ekki hvað taki við. „Við erum í raun ekki búin að ræða framhaldið neitt. Við höfum í raun haft voðalega lítið samband við þá, og þeir við okkur, á þessum tímum. Ég veit því ekki alveg hvað koma skal. Auðvitað er ég bara að vonast til að við semjum aftur, og að við getum tekið nokkra slagi í viðbót,“ sagði Gunnar í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson spurði hann út í Bellator, og sögur þess efnis að sambandið væri tilbúið að borga betur en UFC, en það var á Gunnari að heyra að mikið þyrfti til þess að hann færi frekar til Bellator. „Mér finnst UFC vera stigi fyrir ofan [Bellator] þó að það séu margir sem að gætu vel krossað á milli. Það sem er þó fyrst og fremst er að það er betra og meira „professional“ utanumhald hvað varðar lyfjapróf og slíkt í UFC. Mikið öflugra. Ég er hlynntur því og ég er ekki að fara að taka stera, en ég geri ráð fyrir því að það séu helvíti margir í Bellator að taka stera, og svo sem örugglega í UFC líka. Ég treysti því frekar að í UFC fari ég á móti einhverjum gæja sem er „clean“ [ekki búinn að nota stera],“ sagði Gunnar, og benti á að hann væri tekinn í lyfjapróf um það bil sjö sinnum á ári vegna samnings síns við UFC. Klippa: Sportið í dag - Gunnar segir lyfjaeftirlitið best hjá UFC og vill vera þar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
MMA Sportið í dag Tengdar fréttir Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Gunnar langar að berjast á bardagaeyjunni Gunnar Nelson segir að hugmynd forseta UFC, Dana White, um bardagaeyju sé spennandi. 27. maí 2020 16:00