Mannleg mistök sem við tökum hæfilega létt - „Puma sótti það fast að semja við okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 19:04 Þessi mynd lak á netið og virðist sýna nýja landsliðstreyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. „Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. Guðni sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum að ekki væri endilega víst að treyjan sem hann sást halda á á myndinni yrði næsta aðaltreyja Íslands. „Það á eftir að koma í ljós. Þetta var ein af þessum prufutreyjum sem við vorum að vinna með. Þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar að við kynnum treyjuna formlega um mánaðamótin júní/júlí,“ sagði Guðni. Merkið sem sást á treyjunni er þó væntanlega nýja merkið sem verður á landsliðstreyjum Íslands, eða hvað? „Það má alveg búast við því. Ég held að það sé alveg ágætlega ályktað að svo gæti verið. Við höfum auðvitað líka verið í hönnunarvinnu með merkið, með Brandenburg, og unnið með Puma og hönnuðum að því að bæði hanna treyju og merki, og þetta var svona einn afraksturinn af því. Við erum með nokkrar treyjur í gangi og það verður spennandi að sjá endanlegu útgáfuna,“ sagði Guðni, sem vildi ekki gera mikið úr þeim mistökum Puma að sýna treyjuna og merkið, sem ætlun KSÍ var og er enn að kynna í næsta mánuði: „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök. Þetta birtist og við höfum farið yfir málið með Puma, og við tökum þessu hæfilega létt. Við erum að eiga við ýmislegt í samfélaginu, bæði hér og úti um allan heim. Auðvitað var þetta ekki eins og til var ætlast en svona fór þetta og við verðum bara að vinna úr þeirri stöðu. Það stóð alltaf til að kynna þetta þegar að okkar samningi við Errea lyki í lok júní, svo það er ekki mikið breytt. Kannski er dulúðin aðeins farin eða þá að þetta skapar vangaveltur og enn meiri spennu,“ sagði Guðni. KSÍ hefur notað treyjur frá Errea síðustu átján ár en nú lýkur því samstarfi. „Við erum mjög ánægð með þennan samning. Puma sótti það fast að semja við okkur og þetta er eitt af stærstu íþróttavörumerkjum í heimi,“ sagði Guðni. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergs KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31 Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart en þetta var fínasta mynd,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um það þegar nýr samstarfsaðili KSÍ, Puma, birti óvart mynd sem virtist sýna nýja treyju og merki íslensku fótboltalandsliðanna. Guðni sagði í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum að ekki væri endilega víst að treyjan sem hann sást halda á á myndinni yrði næsta aðaltreyja Íslands. „Það á eftir að koma í ljós. Þetta var ein af þessum prufutreyjum sem við vorum að vinna með. Þetta kemur auðvitað allt í ljós þegar að við kynnum treyjuna formlega um mánaðamótin júní/júlí,“ sagði Guðni. Merkið sem sást á treyjunni er þó væntanlega nýja merkið sem verður á landsliðstreyjum Íslands, eða hvað? „Það má alveg búast við því. Ég held að það sé alveg ágætlega ályktað að svo gæti verið. Við höfum auðvitað líka verið í hönnunarvinnu með merkið, með Brandenburg, og unnið með Puma og hönnuðum að því að bæði hanna treyju og merki, og þetta var svona einn afraksturinn af því. Við erum með nokkrar treyjur í gangi og það verður spennandi að sjá endanlegu útgáfuna,“ sagði Guðni, sem vildi ekki gera mikið úr þeim mistökum Puma að sýna treyjuna og merkið, sem ætlun KSÍ var og er enn að kynna í næsta mánuði: „Ég held að þetta séu bara mannleg mistök. Þetta birtist og við höfum farið yfir málið með Puma, og við tökum þessu hæfilega létt. Við erum að eiga við ýmislegt í samfélaginu, bæði hér og úti um allan heim. Auðvitað var þetta ekki eins og til var ætlast en svona fór þetta og við verðum bara að vinna úr þeirri stöðu. Það stóð alltaf til að kynna þetta þegar að okkar samningi við Errea lyki í lok júní, svo það er ekki mikið breytt. Kannski er dulúðin aðeins farin eða þá að þetta skapar vangaveltur og enn meiri spennu,“ sagði Guðni. KSÍ hefur notað treyjur frá Errea síðustu átján ár en nú lýkur því samstarfi. „Við erum mjög ánægð með þennan samning. Puma sótti það fast að semja við okkur og þetta er eitt af stærstu íþróttavörumerkjum í heimi,“ sagði Guðni. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergs
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31 Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sjá meira
KSÍ staðfestir að nýja merkið sýni landvættina fjóra ásamt fánakrossi Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Puma hafi komið KSÍ í opna skjöldu með því að birta nýja KSÍ merkið á vef sínum í dag. 26. maí 2020 13:31
Er þetta nýr búningur íslenska landsliðsins? Puma tók forskot á sæluna og birti nýjan búning íslensku fótboltalandsliðana 26. maí 2020 09:42
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti