Emil bíður eftir meiri upplýsingum frá Ítalíu en útilokar ekki að spila með FH Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2020 16:00 Emil Hallfreðsson gæti leikið á Íslandi í sumar. vísir/s2s Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní. Emil hefur æft með FH undanfarnar vikur eftir að kórónuveiran skall á Ítalíu og hann segir að það sé góð stemning í FH-liðinu er þrjár vikur eru þangað til að deildin fari af stað. „Ég held að staðan sé góð og stemningin fín. Það eru ekki búnir að vera neinir leikir en æfingarnar hafa verið góðar miðað við allar reglurnar. Ég held að þetta sé bara í fínum gír,“ sagði Emil við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Mikið hefur verið rætt um FH í topp sex en ekki að berjast um titilinn. „Eigum við ekki bara að kýla niður væntingar og þykjast vera „underdogs“ í ár? Ég held að þeir eigi eftir að vera flottir en það eru mörg önnur góð lið. Ég held að þetta verði nokkuð jafnt. Ef FH kemst í gírinn þá verða þeir pottþétt í toppbaráttu.“ Hann segir að enginn niðurstaða sé kominn í hans mál. „Ég er samningsbundinn Padova til 30. júní og ég er að sjá hvað gerist með deildina; hvort hún fari af stað eða ekki. Ég held að það eigi eitthvað að koma í ljós á fimmtudaginn. Á meðan ég er í óvissunni þá er ég hér og æfi með FH sem er frábært. Þetta er minn klúbbur en tíminn verður að leiða það í ljós,“ en hann er klár í að spila með FH í sumar? „Maður er alltaf opinn fyrir því en ég get samt ekki sagt já eða nei. Ég veit ekki hvernig þetta fer úti. Þeir eru að tala um það að tímabilið verði til 1. ágúst en það er möguleiki,“ sagði Emil um möguleikann að spila með FH í sumar. Klippa: Sportpakkinn - Emil Hallfreðsson Pepsi Max-deild karla Ítalski boltinn Sportpakkinn FH Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira
Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní. Emil hefur æft með FH undanfarnar vikur eftir að kórónuveiran skall á Ítalíu og hann segir að það sé góð stemning í FH-liðinu er þrjár vikur eru þangað til að deildin fari af stað. „Ég held að staðan sé góð og stemningin fín. Það eru ekki búnir að vera neinir leikir en æfingarnar hafa verið góðar miðað við allar reglurnar. Ég held að þetta sé bara í fínum gír,“ sagði Emil við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Mikið hefur verið rætt um FH í topp sex en ekki að berjast um titilinn. „Eigum við ekki bara að kýla niður væntingar og þykjast vera „underdogs“ í ár? Ég held að þeir eigi eftir að vera flottir en það eru mörg önnur góð lið. Ég held að þetta verði nokkuð jafnt. Ef FH kemst í gírinn þá verða þeir pottþétt í toppbaráttu.“ Hann segir að enginn niðurstaða sé kominn í hans mál. „Ég er samningsbundinn Padova til 30. júní og ég er að sjá hvað gerist með deildina; hvort hún fari af stað eða ekki. Ég held að það eigi eitthvað að koma í ljós á fimmtudaginn. Á meðan ég er í óvissunni þá er ég hér og æfi með FH sem er frábært. Þetta er minn klúbbur en tíminn verður að leiða það í ljós,“ en hann er klár í að spila með FH í sumar? „Maður er alltaf opinn fyrir því en ég get samt ekki sagt já eða nei. Ég veit ekki hvernig þetta fer úti. Þeir eru að tala um það að tímabilið verði til 1. ágúst en það er möguleiki,“ sagði Emil um möguleikann að spila með FH í sumar. Klippa: Sportpakkinn - Emil Hallfreðsson
Pepsi Max-deild karla Ítalski boltinn Sportpakkinn FH Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjá meira