Emil bíður eftir meiri upplýsingum frá Ítalíu en útilokar ekki að spila með FH Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2020 16:00 Emil Hallfreðsson gæti leikið á Íslandi í sumar. vísir/s2s Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní. Emil hefur æft með FH undanfarnar vikur eftir að kórónuveiran skall á Ítalíu og hann segir að það sé góð stemning í FH-liðinu er þrjár vikur eru þangað til að deildin fari af stað. „Ég held að staðan sé góð og stemningin fín. Það eru ekki búnir að vera neinir leikir en æfingarnar hafa verið góðar miðað við allar reglurnar. Ég held að þetta sé bara í fínum gír,“ sagði Emil við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Mikið hefur verið rætt um FH í topp sex en ekki að berjast um titilinn. „Eigum við ekki bara að kýla niður væntingar og þykjast vera „underdogs“ í ár? Ég held að þeir eigi eftir að vera flottir en það eru mörg önnur góð lið. Ég held að þetta verði nokkuð jafnt. Ef FH kemst í gírinn þá verða þeir pottþétt í toppbaráttu.“ Hann segir að enginn niðurstaða sé kominn í hans mál. „Ég er samningsbundinn Padova til 30. júní og ég er að sjá hvað gerist með deildina; hvort hún fari af stað eða ekki. Ég held að það eigi eitthvað að koma í ljós á fimmtudaginn. Á meðan ég er í óvissunni þá er ég hér og æfi með FH sem er frábært. Þetta er minn klúbbur en tíminn verður að leiða það í ljós,“ en hann er klár í að spila með FH í sumar? „Maður er alltaf opinn fyrir því en ég get samt ekki sagt já eða nei. Ég veit ekki hvernig þetta fer úti. Þeir eru að tala um það að tímabilið verði til 1. ágúst en það er möguleiki,“ sagði Emil um möguleikann að spila með FH í sumar. Klippa: Sportpakkinn - Emil Hallfreðsson Pepsi Max-deild karla Ítalski boltinn Sportpakkinn FH Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Emil Hallfreðsson hefur enn ekki gert upp hug sinn hvort að hann spili með FH í Pepsi Max-deild karla í sumar en hann segir enn fremur að hann sé samningsbundinn ítalska C-deildarliðinu Padova þangað til í lok júní. Emil hefur æft með FH undanfarnar vikur eftir að kórónuveiran skall á Ítalíu og hann segir að það sé góð stemning í FH-liðinu er þrjár vikur eru þangað til að deildin fari af stað. „Ég held að staðan sé góð og stemningin fín. Það eru ekki búnir að vera neinir leikir en æfingarnar hafa verið góðar miðað við allar reglurnar. Ég held að þetta sé bara í fínum gír,“ sagði Emil við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Mikið hefur verið rætt um FH í topp sex en ekki að berjast um titilinn. „Eigum við ekki bara að kýla niður væntingar og þykjast vera „underdogs“ í ár? Ég held að þeir eigi eftir að vera flottir en það eru mörg önnur góð lið. Ég held að þetta verði nokkuð jafnt. Ef FH kemst í gírinn þá verða þeir pottþétt í toppbaráttu.“ Hann segir að enginn niðurstaða sé kominn í hans mál. „Ég er samningsbundinn Padova til 30. júní og ég er að sjá hvað gerist með deildina; hvort hún fari af stað eða ekki. Ég held að það eigi eitthvað að koma í ljós á fimmtudaginn. Á meðan ég er í óvissunni þá er ég hér og æfi með FH sem er frábært. Þetta er minn klúbbur en tíminn verður að leiða það í ljós,“ en hann er klár í að spila með FH í sumar? „Maður er alltaf opinn fyrir því en ég get samt ekki sagt já eða nei. Ég veit ekki hvernig þetta fer úti. Þeir eru að tala um það að tímabilið verði til 1. ágúst en það er möguleiki,“ sagði Emil um möguleikann að spila með FH í sumar. Klippa: Sportpakkinn - Emil Hallfreðsson
Pepsi Max-deild karla Ítalski boltinn Sportpakkinn FH Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira