Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 11:02 Árni Sigurjónsson tók við sem formaður Samtaka iðnaðarins 30. apríl síðastliðinn. si Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira