Fótbolti

Sportpakkinn: Ástand Laugardalsvallar ekki lengur helsta áhyggjuefni KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson þurfa að komast til Íslands í sóttkví.
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson þurfa að komast til Íslands í sóttkví. vísir/vilhelm

Meðal verkefna KSÍ fyrir leik Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM 2020 er að koma landsliðsmönnunum Birki Bjarnasyni og Emil Hallfreðssyni heim frá Ítalíu svo þeir geti farið í sóttkví. 

En hvernig komast þeir til landsins ef það verður búið að setja á farbann á Ítalíu?

„Það hefur verið erfitt að lesa í fréttir frá Ítalíu. Eitt af því sem við höfum heyrt er að farbannið nái ekki yfir fólk sem þurfi að yfirgefa landið vegna vinnu sinnar. Það eru ýmsir vinklar á þessu,“ sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur.

Í upphafi var helsta áhyggjuefni KSÍ hvort hægt væri að spila leikinn á Laugardalsvelli. Í dag eru áhyggjuefnin töluvert fleiri vegna kórónuveirunnar sem hefur mikil áhrif á daglegt líf og íþróttaviðburði um allan heim

„Það sem við höfðum mestar áhyggjur af í upphafi, völlurinn, eru kannski orðnar minnstar áhyggjur í dag. Það er hálf öfugsnúið að við höfum minnstar áhyggjur af grasinu í mars á Íslandi,“ sagði Klara.

Hún segir að ef samkomubann verði sett á fari verði engir áhorfendur á leik Íslands og Rúmeníu.

„Þá fylgjum við því að sjálfsögðu. Við fylgjum öllum tilmælum frá landlækni. Ef það verður samkomubann spilum við fyrir luktum dyrum,“ sagði Klara. 

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Gera allt til að koma Birki og Emil heim



Fleiri fréttir

Sjá meira


×