Fóru ránshendi um Kringluna og Smáralind Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. maí 2020 10:49 Stærsti þjófnaðurinn er talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind. vísir/vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum. Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir margvíslegt búðarhnupl á haustmánuðum ársins 2017 fram til byrjunar árs 2018. Hann er sjö sinnum, í slagtogi við óþekkta einstaklinga, talinn hafa stolið varningi úr hinum ýmsu verslunum. Andvirði varningsins hljóp að jafnaði á tugum þúsunda en stórtækasta hnuplið var upp á næstum 400 þúsund krónur. Manninum hefur verið gert að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í júní til að svara fyrir sakirnar. Auk fyrrnefnds þjófnaðar er hann jafnframt sagður hafa gerst brotlegur við fíkniefna- og umferðarlög. Fjórum sinnum var hann stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur og síðastliðið sumar fundust fíkniefni í fórum hans. Í ákærunni yfir manninum er þjófnaðarhrinan talin hafa hafist 11. september 2017. Þá er sá ákærði sagður hafa farið með félaga sínum inn í Bónus í Mosfellsbæ og stolið þaðan þremur pökkum af kjúklingabringum að óþekktu verðmæti. Næst er maðurinn sagður hafa herjað á Kringluna. Rúmlega mánuði eftir Bónusferðina er talið að hann hafi stolið fatnaði úr verslun Útilífs í Kringlunni fyrir næstum 111 þúsund krónur og hátalara úr Icephone sem metinn er á 25 þúsund. Manninum hefur verið gert að svara til saka fyrir Héraðsdómi Reykjaness í júní.vísir/vilhelm Næst er hann talinn hafa stolið margvíslegum varningi úr Krónunni í Nóatúni sem metinn var á rúmar 90 þúsund krónur, áður en hann á að hafa hnuplað tvívegis úr verslun Icewear á Laugavegi með mánaðar millibili. Heildarandvirði Icewear-varningsins er sagt um 100 þúsund krónur. Stærsti þjófnaðurinn er þó talinn hafa átt sér stað í Hagkaup í Smáralind í janúarlok 2018. Þaðan á hann að hafa gengið út með varning að verðmæti 396 þúsund króna. Í ákærunni er ekki tiltekið hvurslags vörur var um að ræða í þessu tilfelli. Í öllum ofangreindum málum er maðurinn sagður hafa verið í fylgd með einstaklingum sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu kann ekki deili á. Mál mannsins verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 22. júní næstkomandi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.
Lögreglumál Verslun Reykjavík Kópavogur Kringlan Smáralind Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira