Fótbolti

Skoska slaufað og Celtic krýndir meistarar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Celtic er skoskur meistari enn eina ferðina.
Celtic er skoskur meistari enn eina ferðina. getty/Ross Parker

Keppni í skosku úrvalsdeildinni hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Celtic voru krýndir meistarar en Hearts fellur í B-deildina.

Farið var eftir stigum að meðaltali í leik til að ákveða lokastöðuna í deildinni. Celtic var með þrettán stiga á forskot á Rangers á toppi deildarinnar en hafði leikið einum leik meira. Celtic var með 2,7 stig að meðaltali í leik en Rangers 2,3.

Eina sem breyttist í stöðu liðanna frá því keppni í skosku úrvalsdeildinni var sett á ís 13. mars var að St Johnstone fór upp fyrir Hibernian í 6. sætið.

Þetta er níunda árið í röð sem Celtic verður Skotlandsmeistari. Liðið hefur alls 50 sinnum orðið skoskur meistari og nálgast met Rangers sem hefur 54 sinnum unnið deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×