Eldrauð Kauphöll sem tvöfaldar þröskuldinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2020 10:10 Staðan er eins víða um heim. Hlutabréf eru að lækka. Vísir/vilhelm Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20. Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20.
Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00