Eldrauð Kauphöll sem tvöfaldar þröskuldinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2020 10:10 Staðan er eins víða um heim. Hlutabréf eru að lækka. Vísir/vilhelm Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20. Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20.
Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00