Eldrauð Kauphöll sem tvöfaldar þröskuldinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2020 10:10 Staðan er eins víða um heim. Hlutabréf eru að lækka. Vísir/vilhelm Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20. Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Liturinn í Kauphöllinni hér á landi, Nasdaq á Íslandi, er sá sami og víða um heim í morgunsárið, rauður. Verð á hráolíu lækkaði um 30 prósent við opnun markaða í dag. Sjá einnig: Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Nasdaq á Íslandi hefur ákveðið að tvöfalda viðmið fyrir sveifluverði fyrir öll hlutabréf og skuldabréf skráð á Aðalmarkað og First North vegna sérstakra aðstæðna á markaði. Viðmiðin fyrir sveifluverðina verða tvöfölduð að því er segir í tilkynningu frá Kauphöllinni. Viðbrögðin eru í samræmi við aðgerðir systurkauphallanna á Norðurlöndunum sem gripið hafa til sömu aðgerða. Sveifluverðir virka þannig að þegar verð hreyfist um ákveðið viðmið stoppar viðskiptakerfið pörunina og fer beint í tveggja mínútna uppboð. Þá hafa markaðsaðilar tíma til að endurmeta stöðuna. Að loknu uppboði halda samfelld viðskipti áfram. Tvöföldun á þessum viðmiðum eru gerð þegar fyrirséð er að miklar hreyfingar verði á gengi bréfa. Þetta er þannig gert til þess að hamla ekki eðlilegum viðskiptum. Eini sýnilegi liturinn í Kauphöllinni er rauður. Lækkun er víðast hvar á bilinu fjögur til sjö prósent. Engin viðskipti hafa verið með bréf hjá Heimavöllum og Brim í morgun. Hjá öðrum fyrirtækjum, þar sem einhver viðskipti hafa verið, er allt rautt. Svona var staðan í Kauphöllinni klukkan 10:20.
Markaðir Tengdar fréttir Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Sjá meira
Deila Sáda og Rússa leiðir til verðfalls olíu Verð hráolíu tók gífurlega dýfu þegar markaðir opnuðu í nótt og hefur verðhrunið ekki verið meira frá upphafi Persaflóastríðsins árið 1991. 9. mars 2020 02:12
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00