Sjö ráð fyrir smærri fyrirtæki á krepputímum Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2020 11:00 Tómar götur og mörg fyrirtæki lokuð á tímum kórónufaraldurs. Vísir/Vilhelm Í smærri fyrirtækjum mæðir mikið á eigandanum sem í flestum tilfellum ber nokkra hatta í fyrirtækinu: Er framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, markaðstjóri, sölustjóri, starfsmannastjóri, innkaupastjóri, framleiðslustjóri og svo mætti lengi telja. Þetta er eigandinn sem hlýtur ekki stuðning frá stjórn, enda oft aðeins hann sjálfur sem situr í stjórninni eða jafnvel hann og maki því skipuritið samanstendur af honum og nokkrum öðrum starfsmönnum. Vefsíðan The Balance Small Business sérhæfir sig í málefnum smærri fyrirtækja. Þar er að finna ýmsan fróðleik sem getur nýst eigendum smærri fyrirtækja, meðal annars eftirfarandi sjö ráð sem byggja á greininni 7 Ways to Make Your Business Thrive in Tough Economic Times - How to Make Your Business Recession-Proof. 1. Lausafjárstaðan Lausafjárvandi blasir við og ekkert að gera annað en að horfast í augu við þá staðreynd. Allar ráðstafanir sem hægt er að gera til að halda peningunum að fyrirtækinu þarf að skoða. Þetta er allt frá því að skoða úrræði stjórnvalda, tala við bankann, leigusalan, birgja og fleiri. Hér má lesa fimm atriða aðgerðarplan sem nýtist smáum fyrirtækjum jafnt sem stærri. 2. Niðurskurður Það er alltaf hægt að skera niður kostnað með einhverjum leiðum. Að stýra innkaupum á vörum öðruvísi gæti til dæmis verið leið. Að semja við leigusala eða erlenda birgja um tímabundna lækkun. Eða að skoða nýja birgja sem bjóða upp á lægra verð. Þegar spurningin snýst um hvort fyrirtækið lifir eða deyr, þarf allt að skoðast. 3. Einbeittu þér að kjarnastarfseminni Nú er rétti tíminn til að einfalda reksturinn og huga aðeins að því sem er í rauninni að skapa framlegð. Þetta getur þýtt að sum fyrirtæki ættu að draga verulega úr vöruúrvali og þjónustu enda snýst varnaráætlunin um að bjarga rekstrinum. Takist það er hægt að auka við vöruúrval og fjölbreytni síðar og þegar aðstæður leyfa á ný. 4. Forskot umfram samkeppnisaðilana Eitt af því sem er gott að gera núna er að skoða hvað samkeppnisaðilarnir eru að gera og reyna að búa til forskot fyrir þinn rekstur sem þeir hafa ekki. Þetta þýðir ekki að elta það sem samkeppnisaðilarnir eru að gera, heldur þvert á móti: Þú þarft að finna leið sem er líkleg til að skila viðskiptavinum til þín frekar en þeirra. Þá er lykilatriði að þjónusta hvern einasta viðskiptavin betur en nokkru sinni því það eitt og sér getur skilað sér margfalt. 5. Hugsaðu vel um sterkasta viðskiptavinahópinn Allt sem fyrirtækið gerir næstu misseri þarf að miðast við sterkasta og tryggasta viðskiptavinahópinn. Þetta er hópurinn sem reksturinn þarf að einbeita sér að í innkaupum, þjónustu, markaðsmálum og svo framvegis. Að leita nýrra viðskiptavina er kostnaðarsamara, tímafrekara og áhættumeira. Fáðu sem mest út úr þeim hópi sem fyrirtækið hefur nú þegar. 6. Hugaðu að markaðsmálum Mörgum smærri fyrirtækjum mun finnast markaðsmál of mikill lúxus til að geta varið einhverjum peningum í núna. Hið rétta er að markaðsmálin eru oft mikilvægari á kreppu- og samdráttartímum en í góðæri. Leiðir til að fara eru mismunandi og misdýrar. Fáðu aðstoð og ráðgjöf frá einhverjum sem þú þekkir ef þú getur en aðalmálið hér er: Ekki gera ekki neitt. 7. Hugaðu að persónulegum fjárhag Eigendur smærri fyrirtækja eru oft í ábyrgðum fyrir lánum og fyrirtækjaúttektum og lítil rekstur því oft háður fjárhag og lánshæfismati eigenda sinna. Þetta þýðir að það er jafn mikilvægt að fara yfir fjármál heimilisins og fjölskyldu eins og að yfirfara allt sem viðkemur rekstrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Í smærri fyrirtækjum mæðir mikið á eigandanum sem í flestum tilfellum ber nokkra hatta í fyrirtækinu: Er framkvæmdastjóri, fjármálastjóri, markaðstjóri, sölustjóri, starfsmannastjóri, innkaupastjóri, framleiðslustjóri og svo mætti lengi telja. Þetta er eigandinn sem hlýtur ekki stuðning frá stjórn, enda oft aðeins hann sjálfur sem situr í stjórninni eða jafnvel hann og maki því skipuritið samanstendur af honum og nokkrum öðrum starfsmönnum. Vefsíðan The Balance Small Business sérhæfir sig í málefnum smærri fyrirtækja. Þar er að finna ýmsan fróðleik sem getur nýst eigendum smærri fyrirtækja, meðal annars eftirfarandi sjö ráð sem byggja á greininni 7 Ways to Make Your Business Thrive in Tough Economic Times - How to Make Your Business Recession-Proof. 1. Lausafjárstaðan Lausafjárvandi blasir við og ekkert að gera annað en að horfast í augu við þá staðreynd. Allar ráðstafanir sem hægt er að gera til að halda peningunum að fyrirtækinu þarf að skoða. Þetta er allt frá því að skoða úrræði stjórnvalda, tala við bankann, leigusalan, birgja og fleiri. Hér má lesa fimm atriða aðgerðarplan sem nýtist smáum fyrirtækjum jafnt sem stærri. 2. Niðurskurður Það er alltaf hægt að skera niður kostnað með einhverjum leiðum. Að stýra innkaupum á vörum öðruvísi gæti til dæmis verið leið. Að semja við leigusala eða erlenda birgja um tímabundna lækkun. Eða að skoða nýja birgja sem bjóða upp á lægra verð. Þegar spurningin snýst um hvort fyrirtækið lifir eða deyr, þarf allt að skoðast. 3. Einbeittu þér að kjarnastarfseminni Nú er rétti tíminn til að einfalda reksturinn og huga aðeins að því sem er í rauninni að skapa framlegð. Þetta getur þýtt að sum fyrirtæki ættu að draga verulega úr vöruúrvali og þjónustu enda snýst varnaráætlunin um að bjarga rekstrinum. Takist það er hægt að auka við vöruúrval og fjölbreytni síðar og þegar aðstæður leyfa á ný. 4. Forskot umfram samkeppnisaðilana Eitt af því sem er gott að gera núna er að skoða hvað samkeppnisaðilarnir eru að gera og reyna að búa til forskot fyrir þinn rekstur sem þeir hafa ekki. Þetta þýðir ekki að elta það sem samkeppnisaðilarnir eru að gera, heldur þvert á móti: Þú þarft að finna leið sem er líkleg til að skila viðskiptavinum til þín frekar en þeirra. Þá er lykilatriði að þjónusta hvern einasta viðskiptavin betur en nokkru sinni því það eitt og sér getur skilað sér margfalt. 5. Hugsaðu vel um sterkasta viðskiptavinahópinn Allt sem fyrirtækið gerir næstu misseri þarf að miðast við sterkasta og tryggasta viðskiptavinahópinn. Þetta er hópurinn sem reksturinn þarf að einbeita sér að í innkaupum, þjónustu, markaðsmálum og svo framvegis. Að leita nýrra viðskiptavina er kostnaðarsamara, tímafrekara og áhættumeira. Fáðu sem mest út úr þeim hópi sem fyrirtækið hefur nú þegar. 6. Hugaðu að markaðsmálum Mörgum smærri fyrirtækjum mun finnast markaðsmál of mikill lúxus til að geta varið einhverjum peningum í núna. Hið rétta er að markaðsmálin eru oft mikilvægari á kreppu- og samdráttartímum en í góðæri. Leiðir til að fara eru mismunandi og misdýrar. Fáðu aðstoð og ráðgjöf frá einhverjum sem þú þekkir ef þú getur en aðalmálið hér er: Ekki gera ekki neitt. 7. Hugaðu að persónulegum fjárhag Eigendur smærri fyrirtækja eru oft í ábyrgðum fyrir lánum og fyrirtækjaúttektum og lítil rekstur því oft háður fjárhag og lánshæfismati eigenda sinna. Þetta þýðir að það er jafn mikilvægt að fara yfir fjármál heimilisins og fjölskyldu eins og að yfirfara allt sem viðkemur rekstrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira