Fótbolti

Frestað til 10. júní í Skotlandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Celtic voru á toppi skosku úrvalsdeildarinnar þegar henni var frestað þann 13. mars.
Celtic voru á toppi skosku úrvalsdeildarinnar þegar henni var frestað þann 13. mars. EPA-EFE/FEHIM DEMIR

Sky Sports greindi frá því fyrr í dag að skoska knattspyrnusambandið hefði frestað öllum leikjum þar í landi til 10. júní, að lágmarki. 

Þá væri liðnir næstum þrír mánuðir síðan liðin léku síðast en 13. mars er sá dagur er síðast var leikinn leikur á vegum skoska knattspyrnusambandsins.

Í tilkynningu frá sambandinu segir; „Það var einróma ákvörðun að framlengja frestun allra leikja, bæði atvinnu- sem og áhugamennsku, til allavega 10. júní næstkomandi.“

Skoska knattspyrnusambandið vill ekki taka neina óþarfa áhættu en upphaflega var öllum leikjum frestað til 30. apríl. Nú hefur þeim verið frestað um tíu daga til viðbótar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×