Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 22:00 Birgir Jónasson er gjaldkeri KÞÍ. Það er nóg að gera hjá þeim þessa daganna. mynd/s2s Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira
Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira