Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 22:00 Birgir Jónasson er gjaldkeri KÞÍ. Það er nóg að gera hjá þeim þessa daganna. mynd/s2s Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira
Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Sjá meira