Segir stöðu knattspyrnuþjálfara þunga Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 22:00 Birgir Jónasson er gjaldkeri KÞÍ. Það er nóg að gera hjá þeim þessa daganna. mynd/s2s Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Birgir Jónasson, gjaldkeri Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands, segir að félögin geti ekki einhliða ákveðið það að draga niður þjálfara í launum. Það þurfi að taka samtalið og ákveða þetta í sameiningu. Mikið hefur verið rætt um það á undanförnum vikum að þjálfarar sem og leikmenn þurfi að taka á sig launalækkun en mörg félög berjast í bökkum vegna kórónuveirunnar. Birgir segir að samtalið sé mikilvægt en staða þjálfara er þung þessa daganna. „Staðan er þung eins og hjá mörgum öðrum starfsstéttum. Hér glímum við ákveðið skort á formfestu. Það hefur verið baráttumál knattspyrnuþjálfarafélagsins á undanförnum árum að koma í gegn að það sé stuðst við staðalsamning. Það er ekki við slíkan samning að styðjast og samningar eru því nokkuð misjafnir og jafn misjafnir eins og þeir eru margir,“ sagði Birgir. „Það er ekki stuðst við neina fyrirmynd og sambandið dregur dám af þessu. Ýmist eru menn launamenn eða verktakar. Á undanförnum árum hefur þetta verið að færast meira út í það að menn séu verktakar.“ Hann segir að það sé mikilvægt að báðir aðilar sýni skilning; bæði þjálfararnir sem og íþróttafélögin í landinu. Þannig finnist besta lausnin. „Okkar skoðun er sú að þjálfarar sýni íþróttafélögunum ákveðna stillingu og tillitsemi og ákveðinn skilning við þessar aðstæður. Félögin þurfa að sama skapi að gera slíkt hið sama og þurfa að virða samningssamband, sem er tvíhliða milli þjálfara og félagsins. Síðan viljum við að menn stígi varlega til jarðar í öllum einhliða ákvörðum um að kjör þjálfara séu skert því allt slíkt kann að fela í sér ákveðna breytingu eða uppsögn á hluta samnings eða öllum samningi.“ „Það er alveg ljóst að okkar mati að réttur þjálfara er ótvíræður í þessu sambandi. Það má fallast á það að það eru sérstakar aðstæður í samfélaginu sem má líkja við óvænt eða óviðráðanleg atvik sem geta við þær kringumstæður haft áhrif á efndir samnings en það breytir því ekki að menn geti ákveðið upp á sitt eindæmi að sú aðstaða sé fyrir hendi. Það er matsatriði og ég held að þarna þurfi hreyfingin að komast að ákveðinni málamiðlum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Klippa: Sportið í dag - Birgir Jónasson frá KÞÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira