Erlent

Nýtt geimfar Boeing náði ekki réttri sporbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt Boeing er geimfarið í stöðugri sporbraut og er hægt að hlaða sólarrafhlöður þess.
Samkvæmt Boeing er geimfarið í stöðugri sporbraut og er hægt að hlaða sólarrafhlöður þess. AP/Terry Renna

Starliner, nýtt geimfar Boeing, sem Bandaríkin ætla að nota til að flytja geimfara út í geim, náði ekki réttri sporbraut í fyrstu ferð farsins til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Það gerðist þrátt fyrir að eldflaugarnar sem báru farið út í geim virkuðu eftir áætlunum. Þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs virkuðu þeir ekki sem skyldi.

Samkvæmt Boeing er geimfarið í stöðugri sporbraut og er hægt að hlaða sólarrafhlöður þess. Verið er að vinna að því að finna lausnir á vandanum og koma geimfarinu til geimstöðvarinnar. Í farinu eru meðal annars jólagjafir til þeirra sex geimfara sem halda til í geimstöðinni.

Halda á blaðamannafund klukkan tvö og mun þá ef til vill koma í ljós hvað fór úrskeiðis og hvað stendur til að gera.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×