Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 17:04 Karl Steinar, yfirlögregluþjónn, segir að nefnd muni fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna úr aðgerðinni við Aragötu á Þorláksmessu. vísir/baldur Dómari ákvað í dag að taka sér sólarhrings frest til að kveða upp um beiðni lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari, lektor í lögfræði, sem grunaður er um að hafa frelsissvipt þrjár konur og að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. „Okkar krafa var um gæsluvarðhald í fjórar vikur í viðbót,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu Vísis. Niðurstaðan mun ekki liggja fyrir fyrr en um hádegi á morgun. vísir Karl segir málið vera í forgangi hjá lögreglu og búið sé að vinna að því öll jólin enda málið viðkvæmt og um alvarleg brot að ræða. „Við erum að tala um kynferðisbrot, við erum að tala um líkamsárásir og frelsissviptingar og síðan eru reyndar fíkniefnabrot sem koma þarna inn í. Það segir sig sjálft að þegar við erum að fara fram á gæsluvarðhald […] að við lítum málið alvarlegum augum og erum að taka það mjög alvarlega.“ Ekki eitt heldur tvö mál Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara í þeim málum þar sem dómari tekur sér umhugsunarfrest að viðkomandi aðili sé handtekinn og haldið í vörslu lögreglu þar til dómari hefur kveðið upp sinn úrskurð. Krafa lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald segir Karl til þess að hægt sé að klára rannsókn málsins. „Það er líka byggt á því að okkur fannst tilefni til þess að það kunni að vera áframhaldandi brotastarfsemi á þessum vettvangi,“ sagði Karl Steinar. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í þessu máli og hafa réttargæslumenn kvennanna sem hafa lagt fram kæru og foreldrar einnar þeirra lýst yfir mikilli óánægju. Þá hafa heyrst háværar raddir í samfélaginu sem spurt hafa hvers vegna Kristján hafi ekki verið settur í gæsluvarðhald þegar lögregla fór að heimili hans á Þorláksmessu. Karl Steinar segir að ekki megi gleyma að um tvö mál sé að ræða. Fyrra málið hafi komið upp á Þorláksmessu þegar lögreglan var kölluð til heimilis Kristjáns Gunnars en þar var hann handtekinn, fluttur upp á lögreglustöð en honum var svo sleppt í kjölfarið. „Á þeim tíma var það mat okkar, byggt á meðalhófsreglunni sem við fylgjum, að það sé ekki tilefni til frekari aðgerða.“ Kæmi ekki á óvart þó fleiri kærur bærust Þá segir hann að samskipti lögreglu séu til á upptöku en lögreglumenn hafi verið með búkmyndavélar sem taki einnig upp hljóð og búið sé að fara yfir upptökurnar í grófum dráttum og ekki sjáist neinir þættir sem gefi það til kynna að aðgerðir lögreglu hafi ekki fram með fagmannlegum hætti. Óþekktur maður stóð fyrir framan myndavél Stöðvar 2 í von um að koma í veg fyrir upptöku þegar Kristján Gunnar var leiddur inn í dómsal.vísir/baldur „Þessi gögn eru hins vegar öllsömul til og við höfum safnað þeim saman og við gerum ráð fyrir því að nefnd sem skoðar hvort lögregla hafi starfað með nægjanlega góðum hætti fari yfir þau. Við bíðum niðurstöðu þess þáttar sérstaklega,“ sagði Karl Steinar. Eftir þessar aðgerðir lögreglu kom upp annað mál sem varð til þess að Kristján Gunnar var handtekinn og krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Eftir það kemur fram kæra um kynferðisbrot í fyrra málinu. „Þannig það má kannski segja það að það er ýmislegt sem hefur verið sagt sem á sér ekki beint stoð í raunveruleikanum og í þeim gögnum sem við erum með og það hefur eitthvað verið að blanda saman þessum tveimur málum en það sem við höfum verið að gera núna um jólin er að átta okkur á staðreyndum málsins og setja það saman og meta hvernig sé best að bregðast við því,“ sagði Karl. „Hugsanlega er það þannig að eitthvað í þessu ferli hefðum við átt að geta gert betur eða með öðrum hætti en það sem ég hef séð er afskaplega fagleg og góð vinna lögreglu í þessu erfiða og flókna máli.“ Karl Steinar ítrekar að það hafi ekki verið mistök að sleppa Kristjáni á aðfaranótt aðfangadags. „Það er allt öðruvísi ef við setjum það í samhengi við það sem er í dag. Á þeim tímapunkti verðum við að hafa forsendur af því að í umræðunni er meðal annars rætt um það að þarna hefði verið rétt að krefjast gæsluvarðhalds og þá minnum við á þær forsendur sem þurfa að vera til staðar til þess að það sé gert.“ Hann segir það ekki koma á óvart ef fleiri kærur berast í máli Kristjáns. „Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi.“Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan 17 í dag:Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri vegna rannsóknar á meintri frelsiskerðingu, líkamsárás og kynferðisbrotum gegn þremur konum á þrítugs og fertugsaldri. Gæsluvarðhaldskrafan er á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningur haldi áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið, en ætluð brot voru framin með skömmu millibili. Dómari hefur tekið sér frest til að taka afstöðu til kröfu lögreglu en niðurstöðu er að vænta í síðasta lagi um hádegi á morgun.Komið hefur fram gagnrýni á störf lögreglu undanfarna daga vegna ýmissa atriða, m.a. að ekki hafi verið gripið til tækra ráðstafana til að bjarga brotaþola. Upptökur af vettvangi hafa verið tryggðar og yfirfarnar en ekkert aðfinnsluvert hefur komið í ljós. Öll gögn og upptökur verða sendar til Nefndar um eftirlit með lögreglu og því einnig yfirfarin af óháðum aðila. Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir lektornum rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, sem er grunaður um brot gegn þremur konum, rennur út í dag. 29. desember 2019 12:31 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Dómari ákvað í dag að taka sér sólarhrings frest til að kveða upp um beiðni lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari, lektor í lögfræði, sem grunaður er um að hafa frelsissvipt þrjár konur og að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi. „Okkar krafa var um gæsluvarðhald í fjórar vikur í viðbót,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, í samtali við fréttastofu Vísis. Niðurstaðan mun ekki liggja fyrir fyrr en um hádegi á morgun. vísir Karl segir málið vera í forgangi hjá lögreglu og búið sé að vinna að því öll jólin enda málið viðkvæmt og um alvarleg brot að ræða. „Við erum að tala um kynferðisbrot, við erum að tala um líkamsárásir og frelsissviptingar og síðan eru reyndar fíkniefnabrot sem koma þarna inn í. Það segir sig sjálft að þegar við erum að fara fram á gæsluvarðhald […] að við lítum málið alvarlegum augum og erum að taka það mjög alvarlega.“ Ekki eitt heldur tvö mál Samkvæmt fyrirmælum ríkissaksóknara í þeim málum þar sem dómari tekur sér umhugsunarfrest að viðkomandi aðili sé handtekinn og haldið í vörslu lögreglu þar til dómari hefur kveðið upp sinn úrskurð. Krafa lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald segir Karl til þess að hægt sé að klára rannsókn málsins. „Það er líka byggt á því að okkur fannst tilefni til þess að það kunni að vera áframhaldandi brotastarfsemi á þessum vettvangi,“ sagði Karl Steinar. Lögreglan hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í þessu máli og hafa réttargæslumenn kvennanna sem hafa lagt fram kæru og foreldrar einnar þeirra lýst yfir mikilli óánægju. Þá hafa heyrst háværar raddir í samfélaginu sem spurt hafa hvers vegna Kristján hafi ekki verið settur í gæsluvarðhald þegar lögregla fór að heimili hans á Þorláksmessu. Karl Steinar segir að ekki megi gleyma að um tvö mál sé að ræða. Fyrra málið hafi komið upp á Þorláksmessu þegar lögreglan var kölluð til heimilis Kristjáns Gunnars en þar var hann handtekinn, fluttur upp á lögreglustöð en honum var svo sleppt í kjölfarið. „Á þeim tíma var það mat okkar, byggt á meðalhófsreglunni sem við fylgjum, að það sé ekki tilefni til frekari aðgerða.“ Kæmi ekki á óvart þó fleiri kærur bærust Þá segir hann að samskipti lögreglu séu til á upptöku en lögreglumenn hafi verið með búkmyndavélar sem taki einnig upp hljóð og búið sé að fara yfir upptökurnar í grófum dráttum og ekki sjáist neinir þættir sem gefi það til kynna að aðgerðir lögreglu hafi ekki fram með fagmannlegum hætti. Óþekktur maður stóð fyrir framan myndavél Stöðvar 2 í von um að koma í veg fyrir upptöku þegar Kristján Gunnar var leiddur inn í dómsal.vísir/baldur „Þessi gögn eru hins vegar öllsömul til og við höfum safnað þeim saman og við gerum ráð fyrir því að nefnd sem skoðar hvort lögregla hafi starfað með nægjanlega góðum hætti fari yfir þau. Við bíðum niðurstöðu þess þáttar sérstaklega,“ sagði Karl Steinar. Eftir þessar aðgerðir lögreglu kom upp annað mál sem varð til þess að Kristján Gunnar var handtekinn og krafist var gæsluvarðhalds yfir honum. Eftir það kemur fram kæra um kynferðisbrot í fyrra málinu. „Þannig það má kannski segja það að það er ýmislegt sem hefur verið sagt sem á sér ekki beint stoð í raunveruleikanum og í þeim gögnum sem við erum með og það hefur eitthvað verið að blanda saman þessum tveimur málum en það sem við höfum verið að gera núna um jólin er að átta okkur á staðreyndum málsins og setja það saman og meta hvernig sé best að bregðast við því,“ sagði Karl. „Hugsanlega er það þannig að eitthvað í þessu ferli hefðum við átt að geta gert betur eða með öðrum hætti en það sem ég hef séð er afskaplega fagleg og góð vinna lögreglu í þessu erfiða og flókna máli.“ Karl Steinar ítrekar að það hafi ekki verið mistök að sleppa Kristjáni á aðfaranótt aðfangadags. „Það er allt öðruvísi ef við setjum það í samhengi við það sem er í dag. Á þeim tímapunkti verðum við að hafa forsendur af því að í umræðunni er meðal annars rætt um það að þarna hefði verið rétt að krefjast gæsluvarðhalds og þá minnum við á þær forsendur sem þurfa að vera til staðar til þess að það sé gert.“ Hann segir það ekki koma á óvart ef fleiri kærur berast í máli Kristjáns. „Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi.“Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan 17 í dag:Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri vegna rannsóknar á meintri frelsiskerðingu, líkamsárás og kynferðisbrotum gegn þremur konum á þrítugs og fertugsaldri. Gæsluvarðhaldskrafan er á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningur haldi áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið, en ætluð brot voru framin með skömmu millibili. Dómari hefur tekið sér frest til að taka afstöðu til kröfu lögreglu en niðurstöðu er að vænta í síðasta lagi um hádegi á morgun.Komið hefur fram gagnrýni á störf lögreglu undanfarna daga vegna ýmissa atriða, m.a. að ekki hafi verið gripið til tækra ráðstafana til að bjarga brotaþola. Upptökur af vettvangi hafa verið tryggðar og yfirfarnar en ekkert aðfinnsluvert hefur komið í ljós. Öll gögn og upptökur verða sendar til Nefndar um eftirlit með lögreglu og því einnig yfirfarin af óháðum aðila.
Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir lektornum rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, sem er grunaður um brot gegn þremur konum, rennur út í dag. 29. desember 2019 12:31 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir lektornum rennur út í dag Gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, sem er grunaður um brot gegn þremur konum, rennur út í dag. 29. desember 2019 12:31
Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15
Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36