Björgunarsveitarmaður fýkur þvert yfir Suðurstrandarveg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:49 Björgunarsveitarmaðurinn fýkur yfir Suðurstrandarveg. facebook/skjáskot Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Erfiðar aðstæður hafa verið á Suðurnesjum síðustu klukkustundir en mikill veðurofsi er í Keflavík og Grindavík. Þó er eitthvað búið að lægja og hefur útköllum fækkað aðeins. Þá er mikið fok í Keflavík og er búið að loka fyrir alla umferð við Víkurbraut og hafnarsvæðið í Keflavík. Mikið er um lausa muni sem fjúka og geta þeir valdið miklum skemmdum á ökutækjum og slasað fólk verði það fyrir fjúkandi munum. „Það tók svona tvær klukkustundir að hjálpa þeim aftur í bæinn vegna þess að það sást ekki fyrir framan húddið á bílnum. Við þurftum að keyra eftir GPS tækjum eftir þjóðveginum,“ sagði Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík í samtali við fréttastofu Vísis en hann náði merkilegu myndbandi af björgunarsveitarmanni fjúka þvert yfir Suðurstrandarveg þegar björgunaraðgerðir stóðu þar yfir. Koma þurfti tveimur bílum til aðstoðar þar sem fólkið þurfti að stöðva bílana á veginum og treysti sér ekki til að halda lengra vegna veðurofsa. Varla sást fram fyrir bílana vegna éljagangs og segir Otti að stikur hafi ekki sést við vegi fyrr en komið var alveg upp að þeim. Einn mannanna sem var fastur í öðrum bílnum á Suðurstrandavegi hafði beðið þar í þrjá til fjóra klukkutíma áður en hann hafi ákveðið að hringja og biðja um aðstoð. Þá hafi þeim hætt að lítast á blikuna. Þá segir hann að björgunarsveitarmanninum sem sést á myndbandinu hafi ekki orðið meint af fokinu, hann hafi náð að stoppa þegar hann var rétt kominn úr mynd. Hann hafi þó orðið skelkaður enda hafði hann ekki búist við því að takast á loft. Otti segir að aðgerðir björgunarsveitarinnar hafi gegnið vel í kvöld og sveitin hafi náð að halda í við verkefnin hingað til. Bæði hafi verkefnin falist í óveðursaðstoð, þar sem björgunarsveit er kölluð til m.a. vegna brotinna rúða eða fjúkandi þakplatna og svo björgunaraðgerðir líkt og á Suðurstrandavegi. Hann segir þó ekki marga hafa verið á vappi, hvorki inni í bænum né á utanbæjarvegum. Þó hafi verkefnin verið mörg en engin slys hafi orðið á fólki.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Björgunarsveitir Grindavík Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira