Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2019 18:00 Bjarni Benediktsson var gestur Elínar Margrétar í Víglínunni í dag. stöð 2 „Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. Hann sagði það hafa staðið upp úr að meginflutningskerfið hafi brugðist en einnig hafi það verið nokkuð ljóst að þar sem RARIK hafi lagt strengi í jörðu hafi það skipt sköpum. „Við búum tiltölulega fámenn þjóð í tiltölulega stóru landi og höfum einfaldlega ekki náð að þétta flutningskerfi raforku nægilega vel,“ bætti Bjarni við. Þá hafi margir áttað sig á göllum í kerfinu eftir óveðrið í vikunni og þess vegna hafi verið ákveðið að setja af stað viðbragðshóp stjórnvalda til að horfast í augu við veikleikana og leita svara við því hvernig hægt væri að fyrirbyggja slík vandamál í framtíðinni. „Í tilfelli RARIK, þá er búið að vinna ótrúlega mikilvægt starf við að koma jarðstrengjum fyrir víða í dreifikerfinu. Þegar kemur hins vegar að flutningskerfinu sjálfu og þeim hluta sem snýr að Landsneti þá eru fyrstu viðbrögð Landsnets, og við fengum minnisblað inn í ríkisstjórnina um það, að benda á hversu flókin ferlin eru til þess að fá samþykki fyrir lagningu lína,“ sagði Bjarni. Búið sé að setja upp regluverk sem taki til ýmissa þátta skipulags- og umhverfismála, kæruréttar á mismunandi stigum og svo framvegis sem hafi komið í veg fyrir að félagið hafi getað framkvæmt það sem til stóð. „Í minnisblaði frá Landsneti núna til ríkisstjórnar kom fram að þeir hafi einungis náð að framkvæma helminginn af því sem til stóð undanfarin ár. Þar geta líka verið þröskuldar og ég vil nefna þetta sérstaklega vegna þess að margir spyrja hvort við höfum vanfjármagnað þetta kerfi. Í því tilviki snýst þetta ekki um fjármögnun það eru möguleikar að fjármagna það sem þarf að gera,“ sagði Bjarni. Finna þurfi jafnvægi á milli einkaréttar, umhverfissjónarmiða og almannahagsmuna í þessum málum. Störf björgunarsveitanna skipta sköpum Bjarni sagði mikilvægt að komast fram hjá hindrunum til að tryggja öryggi íbúanna í landinu og sömuleiðis atvinnustarfsemi. Reyna eigi til hins ítrasta að finna leið sem gæti að ólíkum sjónarmiðum en það gangi ekki að við festumst í áratug eða lengur án framkvæmda. Þá sagði hann yfirvöld gera sér vel grein fyrir því hve mikilvægar björgunarsveitirnar eru og allt sjálfboðaliðið þar. Það hafi sýnt sig ítrekað í gegn um árin. „Starfið hjá Landsbjörg úti um allt land er ómetanlegt fyrir okkur öll. Við stjórnvöld sýnum í verki með ýmsum hætti þakklæti fyrir allt það sjálfboðaliðastarf sem þar er unnið, meðal annars með alls konar ívilnunum.“ Hann sagði það óboðlega stöðu að rafmagn og fjarskipti bregðist líkt og þau gerðu í óveðrinu í síðustu viku og það veki mann til umhugsunar. „Það kemur manni í opna skjöldu að það séu slíkir veikleikar í kerfinu hjá okkur.“ Þjóðaröryggisráð mun kynna niðurstöður sínar í febrúar á næsta ári en það tekur við ábendingum um það sem betur má fara og mun vinna úr ábendingum sem þegar eru komnar. Hann segir þó að tryggja þurfi að dreifikerfið sé traust áður en farið verði í betri orkunýtingu. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Víglínan Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
„Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. Hann sagði það hafa staðið upp úr að meginflutningskerfið hafi brugðist en einnig hafi það verið nokkuð ljóst að þar sem RARIK hafi lagt strengi í jörðu hafi það skipt sköpum. „Við búum tiltölulega fámenn þjóð í tiltölulega stóru landi og höfum einfaldlega ekki náð að þétta flutningskerfi raforku nægilega vel,“ bætti Bjarni við. Þá hafi margir áttað sig á göllum í kerfinu eftir óveðrið í vikunni og þess vegna hafi verið ákveðið að setja af stað viðbragðshóp stjórnvalda til að horfast í augu við veikleikana og leita svara við því hvernig hægt væri að fyrirbyggja slík vandamál í framtíðinni. „Í tilfelli RARIK, þá er búið að vinna ótrúlega mikilvægt starf við að koma jarðstrengjum fyrir víða í dreifikerfinu. Þegar kemur hins vegar að flutningskerfinu sjálfu og þeim hluta sem snýr að Landsneti þá eru fyrstu viðbrögð Landsnets, og við fengum minnisblað inn í ríkisstjórnina um það, að benda á hversu flókin ferlin eru til þess að fá samþykki fyrir lagningu lína,“ sagði Bjarni. Búið sé að setja upp regluverk sem taki til ýmissa þátta skipulags- og umhverfismála, kæruréttar á mismunandi stigum og svo framvegis sem hafi komið í veg fyrir að félagið hafi getað framkvæmt það sem til stóð. „Í minnisblaði frá Landsneti núna til ríkisstjórnar kom fram að þeir hafi einungis náð að framkvæma helminginn af því sem til stóð undanfarin ár. Þar geta líka verið þröskuldar og ég vil nefna þetta sérstaklega vegna þess að margir spyrja hvort við höfum vanfjármagnað þetta kerfi. Í því tilviki snýst þetta ekki um fjármögnun það eru möguleikar að fjármagna það sem þarf að gera,“ sagði Bjarni. Finna þurfi jafnvægi á milli einkaréttar, umhverfissjónarmiða og almannahagsmuna í þessum málum. Störf björgunarsveitanna skipta sköpum Bjarni sagði mikilvægt að komast fram hjá hindrunum til að tryggja öryggi íbúanna í landinu og sömuleiðis atvinnustarfsemi. Reyna eigi til hins ítrasta að finna leið sem gæti að ólíkum sjónarmiðum en það gangi ekki að við festumst í áratug eða lengur án framkvæmda. Þá sagði hann yfirvöld gera sér vel grein fyrir því hve mikilvægar björgunarsveitirnar eru og allt sjálfboðaliðið þar. Það hafi sýnt sig ítrekað í gegn um árin. „Starfið hjá Landsbjörg úti um allt land er ómetanlegt fyrir okkur öll. Við stjórnvöld sýnum í verki með ýmsum hætti þakklæti fyrir allt það sjálfboðaliðastarf sem þar er unnið, meðal annars með alls konar ívilnunum.“ Hann sagði það óboðlega stöðu að rafmagn og fjarskipti bregðist líkt og þau gerðu í óveðrinu í síðustu viku og það veki mann til umhugsunar. „Það kemur manni í opna skjöldu að það séu slíkir veikleikar í kerfinu hjá okkur.“ Þjóðaröryggisráð mun kynna niðurstöður sínar í febrúar á næsta ári en það tekur við ábendingum um það sem betur má fara og mun vinna úr ábendingum sem þegar eru komnar. Hann segir þó að tryggja þurfi að dreifikerfið sé traust áður en farið verði í betri orkunýtingu.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Víglínan Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent