Ítölsku veggspjöldin gegn kynþáttafordómum sem gera heiminn orðlausan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 08:00 Myndir af veggspjöldunum umdeildu. Mynd/Twitter Sería A hneykslar marga með myndum af öpum á glænýjum baráttuspjöldum sínum gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál á Ítalíu eins og hefur komið vel fram í mörgum myndum á síðustu vikum og mánuðum, allt frá hegðun áhorfenda upp í framsetningu á forsíðum íþróttablaða. Fáir áttu samt von á því að Sería A deildin sjálf myndi misstíga sig í þessum málum. Það má segja að deildin sjálf hafi klúðrað síðustu skrefum sínum all svakalega. An anti-racism campaign by Serie A has been criticised for using "misguided" posters of monkeys. Read more: https://t.co/fNRdYfUZ2n#bbcfootballpic.twitter.com/lAP19V7sYq— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019 Sería A er að setja af stað nýja herferð gegn kynþáttafordómum og kynnti ný veggspjöld í gær. Sumir trúa því varla sem þeir sjá þar og telja um einstaklega klaufalega tilraun að ræða. Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma“ „Einu sinni enn þá gerir ítalskur fótbolti heiminn orðlausan. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað forráðamenn Seríu A voru að hugsa með þessu eða við hverja þeir ráðfærðu sig,“ sagði í yfirlýsingu frá baráttusamtökunum Fare. „Í landi þar sem yfirvöldum mistekst að taka á kynþáttafordómum í hverri viku hefur Sería A sett af stað herferð sem lítur út eins og sjúkur brandari. Þessar myndir eru hneyksli. Þær hafa öfug áhrif og sjá til þess að menn halda áfram að gera lítið úr fólki af afrískum uppruna,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Fare og þar kalla menn nú eftir raunverulegum aðgerðum: „Það er kominn tími fyrir framfarasinnuð félög í þessari deild til að láta heyra í sér.“ Serie A's new 'No to Racism' campaign. This is an absolute joke. pic.twitter.com/YektJx7cch— Football Tweet (@Football__Tweet) December 16, 2019 This is ridiculous, the way Seria A and the Italian media has handled themselves is not acceptable pic.twitter.com/bQqbYcFDlI— Androo Heeley (@andyheeley) December 16, 2019 Ítalía Ítalski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Sería A hneykslar marga með myndum af öpum á glænýjum baráttuspjöldum sínum gegn kynþáttafordómum. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál á Ítalíu eins og hefur komið vel fram í mörgum myndum á síðustu vikum og mánuðum, allt frá hegðun áhorfenda upp í framsetningu á forsíðum íþróttablaða. Fáir áttu samt von á því að Sería A deildin sjálf myndi misstíga sig í þessum málum. Það má segja að deildin sjálf hafi klúðrað síðustu skrefum sínum all svakalega. An anti-racism campaign by Serie A has been criticised for using "misguided" posters of monkeys. Read more: https://t.co/fNRdYfUZ2n#bbcfootballpic.twitter.com/lAP19V7sYq— BBC Sport (@BBCSport) December 16, 2019 Sería A er að setja af stað nýja herferð gegn kynþáttafordómum og kynnti ný veggspjöld í gær. Sumir trúa því varla sem þeir sjá þar og telja um einstaklega klaufalega tilraun að ræða. Á veggspjöldunum þremur, sem voru kynnt í höfuðstöðvum deildarinnar í Mílanó, eru nefnilega myndir af öpum með málað andlit og undir stendur „Nei við rasisma“ „Einu sinni enn þá gerir ítalskur fótbolti heiminn orðlausan. Það er erfitt að sjá fyrir sér hvað forráðamenn Seríu A voru að hugsa með þessu eða við hverja þeir ráðfærðu sig,“ sagði í yfirlýsingu frá baráttusamtökunum Fare. „Í landi þar sem yfirvöldum mistekst að taka á kynþáttafordómum í hverri viku hefur Sería A sett af stað herferð sem lítur út eins og sjúkur brandari. Þessar myndir eru hneyksli. Þær hafa öfug áhrif og sjá til þess að menn halda áfram að gera lítið úr fólki af afrískum uppruna,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Fare og þar kalla menn nú eftir raunverulegum aðgerðum: „Það er kominn tími fyrir framfarasinnuð félög í þessari deild til að láta heyra í sér.“ Serie A's new 'No to Racism' campaign. This is an absolute joke. pic.twitter.com/YektJx7cch— Football Tweet (@Football__Tweet) December 16, 2019 This is ridiculous, the way Seria A and the Italian media has handled themselves is not acceptable pic.twitter.com/bQqbYcFDlI— Androo Heeley (@andyheeley) December 16, 2019
Ítalía Ítalski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira