Sportpakkinn: Enska vonarstjarnan Jadon Sancho skoraði í sjöunda leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:45 Jadon Sancho fagnar marki sínu með Dortmund í gær. Getty/Lars Baron Arnar Björnsson skoaði leik Dortmund og Leipzig í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi en hann var frábær skemmtun. Liðin eru bæði í toppbaráttunni og buðu upp á markaleik þar sem Dortmund gætur tvö töpuð stig. Julian Weigl kom Dortmund yfir þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Markið var kærkomið fyrir hann, þetta var fyrsta mark hans í 447 daga. Ellefu mínútum eftir markið var staðan orðin 2-0. Eftir glæsilega sókn skoraði Julian Brandt, Jadon Sancho lagði upp markið, 23. stoðsending hans frá byrjun síðustu leiktíðar. Dortmund var 2-0 yfir í hálfleik. Roman Burki í marki Dortmund gerði sig sekan um slæm mistök í byrjun seinni hálfleiks og Timo Werner nýtti sér þau og hann minnkaði muninn. Leipzig og Dortmund eru þau lið í Bundesligunni sem hafa skorað flest mörkin á leiktíðinni. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Leipzig eftir mikinn klaufagang hjá Dortmund. Julian Brandt ætlaði að senda boltann á Burki í markinu en Timo Werner lúrði í rangstöðunni og þar sem sendingin kom frá mótherja var ekkert að markinu, 2-2 eftir 53 mínútur. Werner jafnaði við Robert Lewandowski en þeir hafa skorað 18 mörk á leiktíðinni, Werner hefur lagt upp 6 mörk, fjórum fleiri en Pólverjinn Lewandowski. Staðan var aðeins jöfn í tvær mínútur Marco Reus komst upp að endamörkum, sendi á Jadon Sanco sem kom Dortmund yfir. Sanco, sem verður tvítugur í mars á næsta ári er þá búinn að skora 22 mörk í Bundesligunni og er sá yngsti til að ná þeim áfanga. Horst Koppel var tveimur dögum eldri þegar hann skoraði fyrir Stuttgart 1968. Patrick Schik jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok, 3-3 urðu úrslitin. Leipzig er með þriggja stiga forystu í 1. sætinu en Borussia Mönchengladbach getur náð Leipzig að stigum með sigri á neðsta liðinu, Paderborn í kvöld. Dortmund er í 3. sæti með 30 stig, fjórum stigum á eftir Leipzig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar og mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sex marka toppslagur Dortmund og Leipzig Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira
Arnar Björnsson skoaði leik Dortmund og Leipzig í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi en hann var frábær skemmtun. Liðin eru bæði í toppbaráttunni og buðu upp á markaleik þar sem Dortmund gætur tvö töpuð stig. Julian Weigl kom Dortmund yfir þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Markið var kærkomið fyrir hann, þetta var fyrsta mark hans í 447 daga. Ellefu mínútum eftir markið var staðan orðin 2-0. Eftir glæsilega sókn skoraði Julian Brandt, Jadon Sancho lagði upp markið, 23. stoðsending hans frá byrjun síðustu leiktíðar. Dortmund var 2-0 yfir í hálfleik. Roman Burki í marki Dortmund gerði sig sekan um slæm mistök í byrjun seinni hálfleiks og Timo Werner nýtti sér þau og hann minnkaði muninn. Leipzig og Dortmund eru þau lið í Bundesligunni sem hafa skorað flest mörkin á leiktíðinni. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Leipzig eftir mikinn klaufagang hjá Dortmund. Julian Brandt ætlaði að senda boltann á Burki í markinu en Timo Werner lúrði í rangstöðunni og þar sem sendingin kom frá mótherja var ekkert að markinu, 2-2 eftir 53 mínútur. Werner jafnaði við Robert Lewandowski en þeir hafa skorað 18 mörk á leiktíðinni, Werner hefur lagt upp 6 mörk, fjórum fleiri en Pólverjinn Lewandowski. Staðan var aðeins jöfn í tvær mínútur Marco Reus komst upp að endamörkum, sendi á Jadon Sanco sem kom Dortmund yfir. Sanco, sem verður tvítugur í mars á næsta ári er þá búinn að skora 22 mörk í Bundesligunni og er sá yngsti til að ná þeim áfanga. Horst Koppel var tveimur dögum eldri þegar hann skoraði fyrir Stuttgart 1968. Patrick Schik jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok, 3-3 urðu úrslitin. Leipzig er með þriggja stiga forystu í 1. sætinu en Borussia Mönchengladbach getur náð Leipzig að stigum með sigri á neðsta liðinu, Paderborn í kvöld. Dortmund er í 3. sæti með 30 stig, fjórum stigum á eftir Leipzig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar og mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sex marka toppslagur Dortmund og Leipzig
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Sjá meira