Sportpakkinn: Enska vonarstjarnan Jadon Sancho skoraði í sjöunda leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 15:45 Jadon Sancho fagnar marki sínu með Dortmund í gær. Getty/Lars Baron Arnar Björnsson skoaði leik Dortmund og Leipzig í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi en hann var frábær skemmtun. Liðin eru bæði í toppbaráttunni og buðu upp á markaleik þar sem Dortmund gætur tvö töpuð stig. Julian Weigl kom Dortmund yfir þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Markið var kærkomið fyrir hann, þetta var fyrsta mark hans í 447 daga. Ellefu mínútum eftir markið var staðan orðin 2-0. Eftir glæsilega sókn skoraði Julian Brandt, Jadon Sancho lagði upp markið, 23. stoðsending hans frá byrjun síðustu leiktíðar. Dortmund var 2-0 yfir í hálfleik. Roman Burki í marki Dortmund gerði sig sekan um slæm mistök í byrjun seinni hálfleiks og Timo Werner nýtti sér þau og hann minnkaði muninn. Leipzig og Dortmund eru þau lið í Bundesligunni sem hafa skorað flest mörkin á leiktíðinni. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Leipzig eftir mikinn klaufagang hjá Dortmund. Julian Brandt ætlaði að senda boltann á Burki í markinu en Timo Werner lúrði í rangstöðunni og þar sem sendingin kom frá mótherja var ekkert að markinu, 2-2 eftir 53 mínútur. Werner jafnaði við Robert Lewandowski en þeir hafa skorað 18 mörk á leiktíðinni, Werner hefur lagt upp 6 mörk, fjórum fleiri en Pólverjinn Lewandowski. Staðan var aðeins jöfn í tvær mínútur Marco Reus komst upp að endamörkum, sendi á Jadon Sanco sem kom Dortmund yfir. Sanco, sem verður tvítugur í mars á næsta ári er þá búinn að skora 22 mörk í Bundesligunni og er sá yngsti til að ná þeim áfanga. Horst Koppel var tveimur dögum eldri þegar hann skoraði fyrir Stuttgart 1968. Patrick Schik jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok, 3-3 urðu úrslitin. Leipzig er með þriggja stiga forystu í 1. sætinu en Borussia Mönchengladbach getur náð Leipzig að stigum með sigri á neðsta liðinu, Paderborn í kvöld. Dortmund er í 3. sæti með 30 stig, fjórum stigum á eftir Leipzig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar og mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sex marka toppslagur Dortmund og Leipzig Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira
Arnar Björnsson skoaði leik Dortmund og Leipzig í þýsku Bundesligunni í gærkvöldi en hann var frábær skemmtun. Liðin eru bæði í toppbaráttunni og buðu upp á markaleik þar sem Dortmund gætur tvö töpuð stig. Julian Weigl kom Dortmund yfir þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Markið var kærkomið fyrir hann, þetta var fyrsta mark hans í 447 daga. Ellefu mínútum eftir markið var staðan orðin 2-0. Eftir glæsilega sókn skoraði Julian Brandt, Jadon Sancho lagði upp markið, 23. stoðsending hans frá byrjun síðustu leiktíðar. Dortmund var 2-0 yfir í hálfleik. Roman Burki í marki Dortmund gerði sig sekan um slæm mistök í byrjun seinni hálfleiks og Timo Werner nýtti sér þau og hann minnkaði muninn. Leipzig og Dortmund eru þau lið í Bundesligunni sem hafa skorað flest mörkin á leiktíðinni. Nokkrum mínútum síðar jafnaði Leipzig eftir mikinn klaufagang hjá Dortmund. Julian Brandt ætlaði að senda boltann á Burki í markinu en Timo Werner lúrði í rangstöðunni og þar sem sendingin kom frá mótherja var ekkert að markinu, 2-2 eftir 53 mínútur. Werner jafnaði við Robert Lewandowski en þeir hafa skorað 18 mörk á leiktíðinni, Werner hefur lagt upp 6 mörk, fjórum fleiri en Pólverjinn Lewandowski. Staðan var aðeins jöfn í tvær mínútur Marco Reus komst upp að endamörkum, sendi á Jadon Sanco sem kom Dortmund yfir. Sanco, sem verður tvítugur í mars á næsta ári er þá búinn að skora 22 mörk í Bundesligunni og er sá yngsti til að ná þeim áfanga. Horst Koppel var tveimur dögum eldri þegar hann skoraði fyrir Stuttgart 1968. Patrick Schik jafnaði metin 13 mínútum fyrir leikslok, 3-3 urðu úrslitin. Leipzig er með þriggja stiga forystu í 1. sætinu en Borussia Mönchengladbach getur náð Leipzig að stigum með sigri á neðsta liðinu, Paderborn í kvöld. Dortmund er í 3. sæti með 30 stig, fjórum stigum á eftir Leipzig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar og mörkin úr leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sex marka toppslagur Dortmund og Leipzig
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Sjá meira