Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjamet Maldini í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2019 17:00 Buffon jafnar leikjamet Maldinis í kvöld. vísir/getty Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið
Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira