Fótbolti

Slæmur dagur hjá Íslendingaliðunum í Danmörku og Póllandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby hafa tapað tveimur leikjum í röð í dönsku úrvalsdeildinni.
Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby hafa tapað tveimur leikjum í röð í dönsku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Dagurinn var ekki góður fyrir Íslendingaliðin í Danmörku og Póllandi.

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Brøndby sem tapaði fyrir FC Kobenhavn, 2-1, í Kaupmannahafnarslag í dönsku úrvalsdeildinni. Viktor Fischer skoraði sigurmark FCK á lokamínútunni.

Þetta var annað tap Brøndby í röð. Liðið er í 3. sæti deildarinnar.

Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SønderjyskE og lék allan leikinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Randers, 3-0.

Ísak Óli Ólafsson var á varamannabekknum hjá SønderjyskE sem hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð. Liðið er í 10. sæti deildarinnar.

Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Jagiellonia Białystok sem tapaði fyrir Rakow, 2-1, í pólsku úrvalsdeildinni. Sigurmark Rakow kom í uppbótartíma.

Böðvar og félagar eru í 8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×