Fótbolti

Zidane: Ég dýrka Mbappe

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. vísir/getty
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, fer ekki leynt með aðdáun sína á Kylian Mbappe, skærustu stjörnu PSG, en Real Madrid fær Frakklandsmeistarana í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Zidane hefur áður látið hafa eftir sér að hann dreymi um að fá Mbappe til Real Madrid og var því svarað harkalega af forráðamönnum franska liðsins. Zidane var því að sjálfsögðu spurður út í Mbappe á blaðamannafundi í gær.

„Þið vitið að ég hef þekkt hann lengi. Ég dýrka hann, fyrst og fremst sem persónu. Ég man eftir því þegar hann kom hingað á reynslu fyrir löngu síðan,“ segir Zidane.

„Á morgun (í kvöld) er hann keppinautur okkar. Það sem skiptir mestu máli fyrir mig er hvað við munum gera og við höfum undirbúið okkur þannig. Við þekkjum leikmanninn og verðum að undirbúa okkur vel,“ segir Zidane.

Leikur Real Madrid og PSG hefst klukkan 20:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×