„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 20:40 Skæruliðar FMLN og Linda Pétursdóttir. Getty/Fbl/Stefán Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina. El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina.
El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira