„Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 20:40 Skæruliðar FMLN og Linda Pétursdóttir. Getty/Fbl/Stefán Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina. El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrverandi ungfrú heimur, segir að skæruliðar í El Salvador hafi reynt að ræna henni á árum áður. Það hafi gerst þegar hún heimsótti landið í kjölfar þess að vinna Miss World keppnina. Þessu sagði Linda frá á Facebook í kvöld þar sem hún rifjaði upp hvernig líf hennar breyttist í kjölfar sigursins árið 1988. „Skyndilega var ég á sviði heimsins, á ferðalagi um hnöttinn meðal annars með sendiherrum, ráðherrum og forseta. Ég þurfti því að vera fljót að læra siðareglur og framkomu, það var allt töluvert ólíkt því sem 18 ára stúlka frá litlu fiskiþorpi á norð-austurströnd Íslands, hafði fram til þessa þurft að huga að,“ skrifar Linda. Hún segist enn fremur hafa ferðast til yfir 32 landa á einu ári. Þar hafi hún séð það besta og versta í fari mannfólksins.Hér má sjá svipmyndir frá kjörinu 1988.Minnisstæðasta ferð Lindu mun þó hafa verið þegar hún fór til El Salvador. Þar hafi borgarastyrjöld geysað og var Linda í hópi fólks sem var að fara með lyf til barna á munaðarleysingjaheimili sem nunnur ráku. Það hafi tekist og þar að auki hafi hópnum tekist að safna fé til styrktar heimilinu. „Að sjá og læra um líf þessara barna, kom við hjarta minn á þann hátt, að ég mun aldrei gleyma þeim.“ Linda segir það hafa verið sérstakt að upplifa borgarastyrjöld. Enginn vilji búa við að heyra skothríð allan sólarhringinn. Þá hafi hún heimsótt fjölskyldu í San Salvador og þar hafi hún séð áhrif stríðsins á þá sem upplifðu það. Heimilisfaðirinn hafi verið andlega örmagna. Degi eftir að hún fundaði með Alfredo Cristiani, þáverandi forseta El Salvador, vöktu lífverðir sem fylgdu henni um hvert fótmál Lindu upp með látum og höfðu skæruliðar gert tilraun til að ræna henni. „Þeir ætluðu að ræna mér, stelpunni með kórónuna, frá litla sjávarþorpinu á Íslandi. Í kjölfarið flúðum við landið í snatri og þessu var haldið utan fjölmiðla,“ skrifar Linda. El Salvador gekk í gegnum blóðuga borgarastyrjöld sem hófst árið 1980 og lauk henni ekki með fyrr en árið 1992. Talið er að um 75 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Helstu deiluaðilar voru skæruliðarnir og kommúnistarnir í Farabundo Martí National Liberation Front, eða FMLN, og ríkisstjórn landsins. Sovétríkin og bandamenn þeirra í Nikaragúa og á Kúbu studdu skæruliðana og Bandaríkin ríkisstjórnina.
El Salvador Íslendingar erlendis Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira