Ísland skipi sér í fremstu röð varðandi réttindi barna Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:32 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu samning í morgun sem á að efla réttindi barna. Vísir/Vilhelm Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“ Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“
Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira