Aukin umsvif Rússa í Afríkuríkjum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. október 2019 06:00 Pútín Rússlandsforseti tók á móti leiðtogum Afríkuríkja í Sochi. Nordicphotos/Getty Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Áhrif Rússa í Afríku hafa aukist mikið á undanförnum árum en ekki verið jafn mikið til umræðu og aukin umsvif Kínverja í álfunni. Birtist þetta fyrst og fremst í viðskiptasamningum um vopn, kjarnorku, olíu og námagröft. Aukning vopnasölu Rússa til Afríkuríkja hófst eftir að Krímskagi var innlimaður í Rússland frá Úkraínu árið 2014. Þá settu Vesturveldin ýmsar viðskiptaþvinganir á Rússa og Pútín leitaði á ný mið. Alls hefur hann gert 16 samninga um hernaðaruppbyggingu við Afríkuríki síðan þá og í dag selja Rússar Afríkuríkjum vopn fyrir um 1.800 milljarða króna. Stærstur hluti, eða um 850 milljarðar, fer til Alsír. Egyptaland er annar stórkaupandi á hergögnum, sérstaklega orrustuþotum, og mörg önnur lönd Norður-Afríku hafa samið við Rússa um gögn til að berjast við íslamistahópa. Rússar hafa einnig eigin málaliðasveitir starfandi í mörgum ríkjum.Egyptaland er einnig stórkaupandi þegar kemur að kjarnorku. Árið 2017 sömdu Egyptar við Rosatom, kjarnorkufyrirtæki rússneska ríkisins, um uppbyggingu þriggja kljúfa í El Dabaa, vestan við höfuðborgina Kaíró. Áætlað er að það verkefni kosti tæplega 4.000 milljarða króna. Átta önnur lönd, flest í austurhluta álfunnar, hafa einnig samið við Rosatom síðan 2016. Ríkar námur Afríku er helst að finna í suður- og miðhluta álfunnar. Í gegnum tengsl sín við ríkisstjórnir og stuðning á ýmsum sviðum hafa Rússar gert hagstæða viðskiptasamninga um málma. Þessi auknu ítök hafa einnig áhrif á pólitíska sviðinu, nefnilega utanríkisstefnu viðkomandi ríkja. Fyrir þessu eru vissulega fordæmi því á árum kalda stríðsins voru Sovétríkin gríðarlega áhrifamikil í Afríku. Pútín fundar með leiðtogum Afríkuríkja á ráðstefnu í borginni Sotsjí við Svartahaf. Á setningunni í gær reyndi Pútín að gera lítið úr vopnaviðskiptunum. „Í dag flytjum við matvæli fyrir 25 milljarða dollara (3.000 milljarða króna), sem er helmingi meira en við flytjum þangað af vopnum. Á næstu fjórum eða fimm árum tel ég að við náum að tvöfalda það magn,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Rússland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira