Fjögurra ára dómur yfir bocciaþjálfara staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 15:45 Vigfús við aðalmeðferð málsins sem fram fór í júní. Fréttablaðið/Auðunn Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára fangelsisdóm yfir Vigfúsi Jóhannessyni, fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, fyrir að nauðga rúmlega tvítugri þroskaskertri konu sem var iðkandi hjá honum. Þjálfarinn var til rannsóknar hjá lögreglu um nokkurra ára skeið vegna gruns um kynferðisbrot. Honum var birt ákæra í apríl 2018 þar sem honum var gefið að sök að hafa ítrekað nauðgað konunni sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Fjögur ár eru liðin síðan lögð var fram kæra gegn Vigfúsi. Rannsókn lögreglu tók langan tíma en lauk með ákæru í vor. Samkvæmt henni var hann talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Vigfús útvegagði konunni húsnæði til búsetu og tryggði sér þannig aðgang að henni, að því er fram kom í Fréttablaðinu á sínum tíma. Á sama tíma rauf hún öll tengsl við fjölskyldu sína. Grunsemdir vöknuðu innan bocciasamfélagsins á Íslandsmóti árið 2014 þar sem framkoma Vigfúsar við konuna þóttu óviðeigandi. Skaðabætur upp á tvær milljónir króna sem dæmdar voru konunni í héraði voru sömuleiðis staðfestar í Landsrétti. Í dómi héraðdóms, sem Landsréttur staðfesti, kemur fram að Vigfús hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir eru margítrekuð og gróf og vörðu í langan tíma. Hann hafi komið sér fyrst í mjúkinn hjá konunni með því að höfða til samúðar hennar en kom sér síðan í æ sterkari stöðu gagnvart henni. „Hann nýtti sér meðal annars það að brotaþoli bjó í íbúð í hans eigu þar sem honum reyndist auðvelt að sækja að henni.“ Þó Vigfúsi hafi ekki getað dulist fötlun konunnar og erfið aðstaða hennar hafi hann ekki iðrast háttsemi sinnar hið minnsta. Réttindagæslumaður fatlaðra hafði rætt við Vigfús um eðlileg mörk í samskiptum við skjólstæðinga hans í íþróttafélaginu, og að hann hefði mögulega farið yfir þau mörk með því að faðma og leiða brotaþola of oft og innilega. Vigfús hélt þrátt fyrir það uppteknum hætti og hafði margítrekað kynmök við brotaþola eftir það samtal. Þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár.
Akureyri Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51 Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum. 14. maí 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37
Guðrún Karítas sýknuð af ákæru um líflátshótun gegn boccia-þjálfaranum Þetta kemur fram í dómi héraðsdóms sem fréttastofa hefur undir höndum. 10. ágúst 2018 10:51
Bocciaþjálfarinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga þroskaskertri konu Dómur var kveðinn upp á Akureyri í morgun. 31. ágúst 2018 10:37