Myndirnar frá Arion banka mótinu ekki birtar barnanna vegna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2019 10:45 Leikmenn Stjörnunnar og FH berjast á Arion banka mótinu árið 2016. Fréttablaðið/Ernir Engar myndir verða birtar frá verðlaunaafhendingu Arion banka mótsins í knattspyrnu sem fram fór í Víkinni í Fossvogi í ágúst. 2700 krakkar kepptu á mótinu og voru teknar hefðbundnar myndir við verðlaunaafhendingu af öllum liðum. Forstjóri Persónuverndar minnir á ársgömul persónuverndarlög sem feli í sér sérstaka vernd fyrir börn. Foreldrar ungra knattspyrnuiðkenda þekkja það vel að mæta reglulega á knattspyrnumót um helgar. Mæta í hraðbanka og taka út 2500-3000 krónur í mótsgjald, börnin spila fjóra til fimm leiki, allir fá verðlaun og tekin er mynd af liðinu öskrandi nafn félagsins í lokin á verðlaunapalli með merki styrktaðilans í bakgrunni. Weetos, Síminn, Landsbankinn, Arion banki, TM, Vís, Orkan, N1 og svo mætti telja lengi lengi. Við sama tækifæri grípa oft foreldrarnir tækifæri og smella líka af. Styrktaraðilar mótanna dreifa svo myndunum á heimasíðum sínum eða á Facebook.Lilja Alfreðsdóttir var á meðal dómara á Arion banka mótinu.Heilmikill kostnaður út um gluggann Hið árlega Arion banka mót Víkings fór fram um miðjan ágúst. Hefðbundið mót að öllu leyti samanber lýsingarnar að ofan. Nema hvað myndirnar frá mótinu hafa enn ekki birst. Og munu að öllum líkindum ekki birtast. „Við fengum erindi frá Persónuvernd um að þetta væri ekki leyfilegt,“ segir Benedikt Sveinsson, verkefnastjóri hjá íþróttafélaginu Víkingi sem stóð fyrir mótinu. Foreldrar hafa samkvæmt upplýsingum frá Víkingi spurst fyrir um myndirnar og sumir óskað eftir því að fá þær sendar. Myndirnar eru hjá Arion banka. Benedikt útskýrir að Arion banki hafi borgað ljósmyndara til að taka myndir af öllum liðunum sem til stóð að bjóða foreldrum og börnum að skoða á heimasíðu Arion banka.Það var ljósmyndari með aðstoðarmann í tjaldi alla helgina. Tjaldið var tekið á leigu og svo voru allar myndirnar unnar. Það var allt klárt svo þetta er töluverður kostnaður sem fór niður um rörið. Hann segir ljóst að Arion banki taki enga sénsa þegar svona mál komi upp. Varla verði myndatökur á næsta ári. „Við hefðum líklega þurft að fá uppáskrift frá hverju og einu foreldri að þau heimiluðu birtingu á myndum,“ segir Benedikt. Sé barnið á opinberum vettvangi þurfi forráðamenn að veita heimild fyrir myndbirtingu.Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELMGerist hægri vinstri en ekki í lagi Þarna virðist Benedikt hafa hitt naglann á höfuðið. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, þekkti til málsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún er fljót að minna á ársgömul tilmæli frá Persónuvernd til skólanna og allra þeirra sem koma að starfi með börnum. „Aðilar sem vinna með börnum þurfa að vera búnir að afla sér heimildar til myndbirtingar,“ segir Helga. Þegar blaðamaður bendir henni á að mót á borð við Arion banka mótið fari fram um svo til hverja helgi, með sama fyrirkomulagi, er Helga ekki slegin út af laginu. Þvert á móti. „Þetta er að gerast hægri vinstri en það er ekki þar með sagt að það sé í lagi.“ Ábendingar hrannist inn til Persónuverndar um hin ýmsu mál. Þeim hafi fjölgað fjórfalt frá upphafi. En þetta mál sé kristaltært. Og jafnvel þótt leyfi fáist hjá öllum forráðamönnum fyrir birtingu skipti máli hvernig birtingin fari fram. Þar minnir Helga á samfélagsmiðla og hættuna sem stafi af þeim.Mark Zuckerberg er stofnandi og forstjóri Facebook. Hér sést hann koma fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum vegna rannsóknar á Cambridge Analytica-skandalnum.vísir/gettyZuckerberg sér allt „Ef Arion banki eða íþróttafélög ákveða að birta eitthvað þurfa þau að hafa stjórn á þeim upplýsingum sem eru birtar,“ segir Helga. Um leið og myndunum sé dreift á Facebook sé verið að dreifa þeim út fyrir Ísland.Þá ertu að deila upplýsingunum með Zuckerberg og hans fólki sem nýtir andlitsgreiningartækni sem getur jafnvel staðsett börn. Þetta gæti reynst börnum hættulegt. Ítrekaðar fyrirspurnir um þetta hafi komið á borð stofnunarinnar þar sem skólar, jafnvel leikskólar, töldu ekkert athugavert við að birta upplýsingar um hegðun, líðan eða greiningar barnanna auk mynda úr skólastarfinu á „lokuðum“ Facebook-síðum. Jafnvel streyma beint úr kennslustofum eða hafa opna spjallþræði. Það er alveg ljóst að um er að ræða mjög nærgöngular upplýsingar um hvert og eitt barn.Foreldrar fylgjast með gangi mála á Símamótinu í fótbolta í sumar.Fréttablaðið/ValliBörnin eru undir „Víðast hvar annars staðar myndu slíkar birtingar aldrei koma til greina. Allt sem þú setur inn á samfélagsmiðla ertu að deila með bandarísku stórfyrirtæki. Það er ekkert „lokað“ inni á samfélagsmiðlum. Þú ert alltaf að deila með þeim sem eiga Facebook,“ segir Helga. Fólk verði aðeins að fara að vakna. Íslendingar séu sér á báti þegar komi að því hvernig samfélagsmiðlar séu notaðir og hvernig fólki finnist ekkert mál að deila á miðlunum. Persónuvernd höfði til ábyrgðar foreldra, skóla og annarra aðila eins og íþróttafélaga. „Það eru börnin sem eru undir,“ segir Helga.Helga segir að misskilnings gæti víða varðandi nýju persónuverndarlögin. Sumir hafi talið að ekki mætti merkja snaga í grunnskólum en það sé þó ekki þannig. Vísir/VilhelmFólk verður að lesa það sem því er sent Forstjórinn segir Persónuvernd hafa verið í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands í fyrra varðandi nýju persónuverndarlögin. Boðskapurinn um að börn njóti sérstakrar verndar í nýjum lögunum hafi verið breiddur út en það virðist ekki hafa skilað sér í tilfelli myndbirtinga frá knattspyrnumótum barna. „Öll félögin fengu upplýsingar sendar fyrir ári. Fólk verður að lesa það sem því er sent.“ Á vef Persónuverndar má finna ítarlegar upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga þegar börn eiga í hlut. Þær má kynna sér hér en þar segir meðal annars:Börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs rétt eins og fullorðnir, bæði innan heimils og utan. Persónuupplýsingar barna eiga að njóta sérstakrar verndar, þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um áhættu, afleiðingar og réttindi sín í tengslum við vinnslu þeirra. Börn eiga rétt á því að hafa skoðun og tjá sig og mikilvægt er að taka tillit til skoðana þeirra, að teknu tilliti til aldurs þeirra og þroska. Það er mikilvægt að hlúa vel að persónuvernd barna. Foreldrar, forsjáraðilar og aðrir sem annast börn og bera ábyrgð á velferð þeirra eiga að vera meðvitaðir um réttindi barna til persónuverndar og ber að virða einkalíf þeirra. Þá skiptir miklu máli að fylgja ávallt meginreglum persónuverndarlaganna, og skal sanngirni til dæmis höfð að leiðarljósi við alla vinnslu. Börn og uppeldi Persónuvernd Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Engar myndir verða birtar frá verðlaunaafhendingu Arion banka mótsins í knattspyrnu sem fram fór í Víkinni í Fossvogi í ágúst. 2700 krakkar kepptu á mótinu og voru teknar hefðbundnar myndir við verðlaunaafhendingu af öllum liðum. Forstjóri Persónuverndar minnir á ársgömul persónuverndarlög sem feli í sér sérstaka vernd fyrir börn. Foreldrar ungra knattspyrnuiðkenda þekkja það vel að mæta reglulega á knattspyrnumót um helgar. Mæta í hraðbanka og taka út 2500-3000 krónur í mótsgjald, börnin spila fjóra til fimm leiki, allir fá verðlaun og tekin er mynd af liðinu öskrandi nafn félagsins í lokin á verðlaunapalli með merki styrktaðilans í bakgrunni. Weetos, Síminn, Landsbankinn, Arion banki, TM, Vís, Orkan, N1 og svo mætti telja lengi lengi. Við sama tækifæri grípa oft foreldrarnir tækifæri og smella líka af. Styrktaraðilar mótanna dreifa svo myndunum á heimasíðum sínum eða á Facebook.Lilja Alfreðsdóttir var á meðal dómara á Arion banka mótinu.Heilmikill kostnaður út um gluggann Hið árlega Arion banka mót Víkings fór fram um miðjan ágúst. Hefðbundið mót að öllu leyti samanber lýsingarnar að ofan. Nema hvað myndirnar frá mótinu hafa enn ekki birst. Og munu að öllum líkindum ekki birtast. „Við fengum erindi frá Persónuvernd um að þetta væri ekki leyfilegt,“ segir Benedikt Sveinsson, verkefnastjóri hjá íþróttafélaginu Víkingi sem stóð fyrir mótinu. Foreldrar hafa samkvæmt upplýsingum frá Víkingi spurst fyrir um myndirnar og sumir óskað eftir því að fá þær sendar. Myndirnar eru hjá Arion banka. Benedikt útskýrir að Arion banki hafi borgað ljósmyndara til að taka myndir af öllum liðunum sem til stóð að bjóða foreldrum og börnum að skoða á heimasíðu Arion banka.Það var ljósmyndari með aðstoðarmann í tjaldi alla helgina. Tjaldið var tekið á leigu og svo voru allar myndirnar unnar. Það var allt klárt svo þetta er töluverður kostnaður sem fór niður um rörið. Hann segir ljóst að Arion banki taki enga sénsa þegar svona mál komi upp. Varla verði myndatökur á næsta ári. „Við hefðum líklega þurft að fá uppáskrift frá hverju og einu foreldri að þau heimiluðu birtingu á myndum,“ segir Benedikt. Sé barnið á opinberum vettvangi þurfi forráðamenn að veita heimild fyrir myndbirtingu.Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELMGerist hægri vinstri en ekki í lagi Þarna virðist Benedikt hafa hitt naglann á höfuðið. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, þekkti til málsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún er fljót að minna á ársgömul tilmæli frá Persónuvernd til skólanna og allra þeirra sem koma að starfi með börnum. „Aðilar sem vinna með börnum þurfa að vera búnir að afla sér heimildar til myndbirtingar,“ segir Helga. Þegar blaðamaður bendir henni á að mót á borð við Arion banka mótið fari fram um svo til hverja helgi, með sama fyrirkomulagi, er Helga ekki slegin út af laginu. Þvert á móti. „Þetta er að gerast hægri vinstri en það er ekki þar með sagt að það sé í lagi.“ Ábendingar hrannist inn til Persónuverndar um hin ýmsu mál. Þeim hafi fjölgað fjórfalt frá upphafi. En þetta mál sé kristaltært. Og jafnvel þótt leyfi fáist hjá öllum forráðamönnum fyrir birtingu skipti máli hvernig birtingin fari fram. Þar minnir Helga á samfélagsmiðla og hættuna sem stafi af þeim.Mark Zuckerberg er stofnandi og forstjóri Facebook. Hér sést hann koma fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum vegna rannsóknar á Cambridge Analytica-skandalnum.vísir/gettyZuckerberg sér allt „Ef Arion banki eða íþróttafélög ákveða að birta eitthvað þurfa þau að hafa stjórn á þeim upplýsingum sem eru birtar,“ segir Helga. Um leið og myndunum sé dreift á Facebook sé verið að dreifa þeim út fyrir Ísland.Þá ertu að deila upplýsingunum með Zuckerberg og hans fólki sem nýtir andlitsgreiningartækni sem getur jafnvel staðsett börn. Þetta gæti reynst börnum hættulegt. Ítrekaðar fyrirspurnir um þetta hafi komið á borð stofnunarinnar þar sem skólar, jafnvel leikskólar, töldu ekkert athugavert við að birta upplýsingar um hegðun, líðan eða greiningar barnanna auk mynda úr skólastarfinu á „lokuðum“ Facebook-síðum. Jafnvel streyma beint úr kennslustofum eða hafa opna spjallþræði. Það er alveg ljóst að um er að ræða mjög nærgöngular upplýsingar um hvert og eitt barn.Foreldrar fylgjast með gangi mála á Símamótinu í fótbolta í sumar.Fréttablaðið/ValliBörnin eru undir „Víðast hvar annars staðar myndu slíkar birtingar aldrei koma til greina. Allt sem þú setur inn á samfélagsmiðla ertu að deila með bandarísku stórfyrirtæki. Það er ekkert „lokað“ inni á samfélagsmiðlum. Þú ert alltaf að deila með þeim sem eiga Facebook,“ segir Helga. Fólk verði aðeins að fara að vakna. Íslendingar séu sér á báti þegar komi að því hvernig samfélagsmiðlar séu notaðir og hvernig fólki finnist ekkert mál að deila á miðlunum. Persónuvernd höfði til ábyrgðar foreldra, skóla og annarra aðila eins og íþróttafélaga. „Það eru börnin sem eru undir,“ segir Helga.Helga segir að misskilnings gæti víða varðandi nýju persónuverndarlögin. Sumir hafi talið að ekki mætti merkja snaga í grunnskólum en það sé þó ekki þannig. Vísir/VilhelmFólk verður að lesa það sem því er sent Forstjórinn segir Persónuvernd hafa verið í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands í fyrra varðandi nýju persónuverndarlögin. Boðskapurinn um að börn njóti sérstakrar verndar í nýjum lögunum hafi verið breiddur út en það virðist ekki hafa skilað sér í tilfelli myndbirtinga frá knattspyrnumótum barna. „Öll félögin fengu upplýsingar sendar fyrir ári. Fólk verður að lesa það sem því er sent.“ Á vef Persónuverndar má finna ítarlegar upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga þegar börn eiga í hlut. Þær má kynna sér hér en þar segir meðal annars:Börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs rétt eins og fullorðnir, bæði innan heimils og utan. Persónuupplýsingar barna eiga að njóta sérstakrar verndar, þar sem þau kunna að vera síður meðvituð um áhættu, afleiðingar og réttindi sín í tengslum við vinnslu þeirra. Börn eiga rétt á því að hafa skoðun og tjá sig og mikilvægt er að taka tillit til skoðana þeirra, að teknu tilliti til aldurs þeirra og þroska. Það er mikilvægt að hlúa vel að persónuvernd barna. Foreldrar, forsjáraðilar og aðrir sem annast börn og bera ábyrgð á velferð þeirra eiga að vera meðvitaðir um réttindi barna til persónuverndar og ber að virða einkalíf þeirra. Þá skiptir miklu máli að fylgja ávallt meginreglum persónuverndarlaganna, og skal sanngirni til dæmis höfð að leiðarljósi við alla vinnslu.
Börn og uppeldi Persónuvernd Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira