Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2019 16:55 Vladímír Pútín Rússlandsforseti (f.m.) með Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlar (t.v.). Vísir/EPA Talsmenn stjórnvalda í Kreml segja fréttir bandarískra fjölmiðla um að leyniþjónustan CIA hafi haft njósnara í rússnesku ríkisstjórninni séu „skáldskapur“. Þeir segja að fyrrverandi embættismaður í Kreml hafi verið rekinn og að hann hafi ekki verið hátt settur. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlarstjórnar, að meinti njósnarinn, sem rússneskir fjölmiðlar hafa nafngreint sem Oleg Smolenkov, hafi ekki verið hátt settur og að hann hafi verið rekinn úr starfi. Talsmaður viti ekki hvort að Smolenkov hafi verið njósnari. „Þetta er meira í flokki reifara, glæpasagna,“ segir Peskov.Reuters-fréttastofan segir enn fremur að rússneskir embættismenn segi að meinti njósnarinn hafi ekki haft aðgang að Pútín forseta. Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov.Býr undir eigin nafni í Virginíu New York Times og CNN greindu frá aðgerðum CIA til að forða njósnaranum sem fjölmiðlarnir sögðu hafa unnið fyrir Bandaríkin í um áratug. CNN hafði eftir sínum heimildum að ákvörðunin hefði meðal annars verið tekin af ótta við að Trump forseti eða aðrir úr ríkisstjórn hans gætu ljóstrað upp um njósnarann. Forsetinn hafði þá nýlega deilt leynilegum njósnaupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í Hvíta húsinu. Heimildir New York Times herma aftur á móti að það hafi verið áhugi bandarískra fjölmiðla á rússneska njósnaranum sem hafi orðið leyniþjónustunni tilefni til að reyna að koma honum í skjól vestanhafs. Óttast sé um líf njósnarans, ekki síst í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld reyndu að ráða fyrrverandi njósnara af dögum á Englandi í fyrra. BBC vitnar í fréttir bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem fór að húsinu sem Smolenkov á að hafa keypt í Virginíu. Þar segir hún að hann búi undir eigin nafni, að því er virðist undir eftirliti bandarískra yfirvalda. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Talsmenn stjórnvalda í Kreml segja fréttir bandarískra fjölmiðla um að leyniþjónustan CIA hafi haft njósnara í rússnesku ríkisstjórninni séu „skáldskapur“. Þeir segja að fyrrverandi embættismaður í Kreml hafi verið rekinn og að hann hafi ekki verið hátt settur. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Dmitrí Peskov, talsmanni Kremlarstjórnar, að meinti njósnarinn, sem rússneskir fjölmiðlar hafa nafngreint sem Oleg Smolenkov, hafi ekki verið hátt settur og að hann hafi verið rekinn úr starfi. Talsmaður viti ekki hvort að Smolenkov hafi verið njósnari. „Þetta er meira í flokki reifara, glæpasagna,“ segir Peskov.Reuters-fréttastofan segir enn fremur að rússneskir embættismenn segi að meinti njósnarinn hafi ekki haft aðgang að Pútín forseta. Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov.Býr undir eigin nafni í Virginíu New York Times og CNN greindu frá aðgerðum CIA til að forða njósnaranum sem fjölmiðlarnir sögðu hafa unnið fyrir Bandaríkin í um áratug. CNN hafði eftir sínum heimildum að ákvörðunin hefði meðal annars verið tekin af ótta við að Trump forseti eða aðrir úr ríkisstjórn hans gætu ljóstrað upp um njósnarann. Forsetinn hafði þá nýlega deilt leynilegum njósnaupplýsingum með utanríkisráðherra og sendiherra Rússlands í Hvíta húsinu. Heimildir New York Times herma aftur á móti að það hafi verið áhugi bandarískra fjölmiðla á rússneska njósnaranum sem hafi orðið leyniþjónustunni tilefni til að reyna að koma honum í skjól vestanhafs. Óttast sé um líf njósnarans, ekki síst í ljósi þess að rússnesk stjórnvöld reyndu að ráða fyrrverandi njósnara af dögum á Englandi í fyrra. BBC vitnar í fréttir bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC sem fór að húsinu sem Smolenkov á að hafa keypt í Virginíu. Þar segir hún að hann búi undir eigin nafni, að því er virðist undir eftirliti bandarískra yfirvalda.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07