Fótbolti

Endurkomusigur Ragnars en tap hjá Matthíasi og Daníel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í baráttunni.
Ragnar Sigurðsson í baráttunni. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson var að venju í vörn Rostov sem vann 2-1 sigur á Republican FC Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Rostov-menn lentu undir í leiknum í fyrri hálfleik en þeir snéru leiknum sér í hag í síðari hálfleik með tveimur mörkum á átta mínútum.

Rostov er því í fjórða sæti deildarinnar með sautján stig en þeir hafa unnið fimm af fyrstu átta leikjnum. Þeir eru þremur stigum á eftir Íslendingaliði Krasnodar sem er á toppnum.

Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga sem tapaði 1-0 fyrir Sarpsborg á útivelli í Noregi. Vålerenga er í 8. sætinu með 27 stig eftir 21 leik.

Daníel Hafsteinsson var ónotaður varamaður hjá Helsingborgs sem tapaði 2-0 fyrir toppliði Djurgården. Helsingborgs er í 13. sætinu, fimm stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×