Sprengdi sig í loft upp á kosningafundi forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2019 10:21 Ashraf Ghani, forseti Afganistan. Vísir/AP Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Minnst 24 eru látnir og 31 særður eftir að maður á mótorhjóli sprengdi sig í loft upp á kosningafundi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, í norðurhluta landsins í morgun. Margir hinna látnu og særðu eru konur og börn en forsetinn sjálfur, sem var á staðnum, sakaði ekki. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á kosningafundinum en Talibanar hafa lýst því yfir að kjörstaðir og viðburðir sem tengjast forsetakosningum Afganistan, sem fara fram þann 28. september, séu skotmörk þeirra, samkvæmt AP fréttaveitunni.Árásarmaðurinn er sagður hafa keyrt mótorhjóli sínu inn í inngang hússins þar sem kosningafundur Ghani fór fram og þar sprengdi hann sig í loft upp. Skömmu síðar sprakk sprengja nærri sendiráði Bandaríkjanna í Kabúl. Upplýsingar um mögulegt mannfall þar liggja ekki fyrir. Kosningabaráttan í Afganistan hófst aftur á nýjan leik í síðustu viku en henni var frestað vegna viðræðna á milli Bandaríkjanna og Talibana. Samningamaður Bandaríkjanna hafði lýst því yfir að samkomulag hefði í raun náðst og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti eingöngu eftir að skrifa undir það. Trump kom svo öllum á óvart í síðustu viku þegar hann lýsti því yfir að hann hefði boðið erindrekum Talibana til Bandaríkjanna á fund sinn en hann hefði hætt við fundinn og slitið viðræðunum vegna árása Talibana á bandaríska hermenn.Sjá einnig: Hætti við leynilega heimsókn Talibana til BandaríkjannaÍ kjölfar þess að friðarviðræðunum var slitið hafa embættismenn og íbúar í Afganistan búið sig undir fjölgun árása þar í landi. Talibanar hafa mótmælt forsetakosningunum og hafa ekki viljað samþykkja vopnahlé. Friðarviðræður á milli Bandaríkjanna og Talibana hafa staðið yfir um nokkuð skeið og hefur ríkisstjórn Afganistan að mestu verið haldið frá þeim, að beiðni Talibana. Á þeim tíma hefur ekkert lát verið á mannskæðum árásum Talibana og hefur mannfall meðal almennra borgara verið mikið. Markmið árása Talibana hefur verið að styrkja stöðu þeirra í viðræðunum en þeir stjórna í raun stórum hluta Afganistan. Yfirráðasvæði þeirra hefur ekki verið svo umfangsmikið síðan fyrir innrás Bandaríkjanna. Bandaríkin gerðu innrás í Afganistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York í þann 11. september 2001. Talibanar, sem þá stjórnuðu Afganistan, studdu við bakið á al-Qaeda með fjármagni, þjálfun og vopnum. Það hefur þegar vakið mikla athygli að Trump hafi ætlað að taka á móti fulltrúum Talibana í Bandaríkjunum svo skammt frá afmæli árásanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira