Bláa stúlkan Benedikt Bóas skrifar 21. september 2019 12:00 Svona er umhorfs á knattspyrnuleikjum í Íran Fréttablaðið/Getty Sahar Khodoayari var stuðningsmaður vinsælasta liðs Írans, Esteghlal, og vildi sjá leik með liðinu í mars gegn Al-Ain enda var það stórleikur í Meistaradeild Asíu. Konur mega ekki fara á völlinn í landinu og dulbjó Sahari því sig sem karlmann. Margar konur beita því ráði. Því miður fyrir Sahar þá sá siðferðislögregla við henni og var hún leidd út af leikvellinum í járnum og hent í hið alræmda Shahr-e Rey fangelsi. Það er gamalt kjúklingabú, samkvæmt frétt Amnesty, og eru konur geymdar þar sem voga sér að brjóta hin heilögu lög landsins. Fangelsið er yfirfullt og aðstæður allar heldur ógeðfelldar, segir enn fremur á heimasíðu Amnesty. Sahar dvaldi í fangelsinu í tvo daga áður en henni var sleppt. Samkvæmt viðtali við systur Sahar sem Human Right Watch vitnar í glímdi Sahar við geðhvarfasýki og sagði systir hennar að heilsu hennar hefði hrakað mikið eftir dvöl hennar innan veggja fangelsisins.Henni var gert að mæta fyrir dóm vegna glæpa sinna þann 2. september. Ákærurnar voru tvær. Að fara út meðal almennings án hijab slæðu og móðga lögreglumann. Málinu var reyndar frestað en hún átti yfir höfði sér sex mánaða dóm hið minnsta, samkvæmt flestum fréttum. Sahar gekk út úr dómshúsinu í Teheran, hellti bensíni yfir sig og kveikti í. Hún var flutt á sjúkrahús en lést þar viku síðar af sárum sínum. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, sendi samúðarkveðju í örstuttri yfirlýsingu degi síðar og ítrekaði kröfu sína um að konum yrði leyft að fara á leikvelli í landinu. Yfirlýsingin var stutt og ekki birt á heimasíðu FIFA. Það er ekki einu sinni vitað hvort þetta sé opinber yfirlýsing frá FIFA almennt eða bara nokkur orð á Twitter frá samskiptadeild sambandsins. Yfirlýsingin féll í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum og þar tætti fólk hana almennt í sig. Síðan hefur sambandið þagað á meðan heimsþekktir leikmenn og félög hafa tjáð sig. Sahar fékk fljótt viðurnefnið Bluegirl, því litir Esteghlal eru bláir. Meira að segja knattspyrnumenn í Íran tjáðu sig um dauða hennar. Fyrirliði landsliðsins, Masoud Shojaei, sagði eftir að liðið tapaði fyrir Hong Kong 11. september; Samúðarkveðjur, stúlkur Írans. Í dag töpuðum við því Sahar var ekki með okkur. Uppáhaldsliðið hennar, Esteghlal, var með mínútu þögn á æfingarsvæði sínu og spilaði í búningi sérmerktum Bluegirl í vikunni. Það gerði Persepolis, aðalkeppinautarnir í Teheran, einnig. Meira að segja Paul Pogba, leikmaður Manchester United tísti um málið. Pogba er ein stærsta stjarna knattspyrnunnar þó hann sé eins og flestir aðrir knattspyrnumenn uppfullir af sjálfum sér. Að hann léti í sér heyrast þóttu sterk skilaboð því knattspyrnumenn eru einstaklega hræddir við að tjá sínar persónulegu skoðanir af einhverjum ástæðum. Ítalska félagið Roma og þýska félagið Fortuna Dusseldorf, sem Atli Eðvaldsson lék með forðum daga, breyttu liðsmerkjum sínum í blátt til minningar um Sahar. Chelsea og Barcelona sögðu að allir ættu að geta séð fótbolta á vellinum í tístum. Svona mætti áfram telja. Knattspyrnukonur hafa einnig látið þetta mál sig varða. Markvörðurinn Hedvig Lindahl, samherji landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar, hjá Wolfsburg og reyndar fjölmargar sænskar landsliðskonur hafa bent á óréttlætið og krafist svara. Fifa hefur sem fyrr þagað þunnu hljóði.Mega mæta í október? FIFA krafðist þess reyndar fyrr í sumar að Íran sendi frá sér áætlun um hvenær konum verður leyft að kaupa miða á leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins. Þá er á áætlun FIFA að kíkja á næstu vikum til landsins, en þó kom fram að það væri ekki vegna dauða Sahar. Ráðherra íþróttamála í Íran, Jamshid Tahizade, hefur látið hafa eftir sér að engin sérstök tímamörk hafi verið sett, en yfirvöld þar í landi séu að vinna að nauðsynlegri innviðauppbyggingu til þess að hægt sé að hleypa konum inn á leikvanga. Hver sú uppbygging er var ósagt. Lög FIFA eru skýr hvað varðar að mismuna konum og getur sambandið refsað Íran með sekt eða brottvísun frá mótum. Í júní varaði forseti FIFA, Gianni Infantino, Írani við því að viðhalda banninu. Íranir hafa ákveðið að á næsta heimaleik landsliðsins á Azadi-vellinum fái konur að mæta og hvetja liðið áfram. Trúlega verður það gegn Kambódíu í október. Þó handtók siðferðislögreglan fjórar konur fyrir að mæta á völlinn síðast í ágúst. Í frétt BBC frá því í maí 2018 kemur fram að konur í Íran mæti töluvert á völlinn og leggi þvílíkt á sig til að dulbúast og sleppa þannig frá siðferðislögreglunni. Þær líma á sig skegg, setja á sig hárkollur og ýmislegt fleira. Þá segir að 35 konur hafi verið handteknar á síðasta ári fyrir að fara á völlinn. Ekki bara á fótboltavöll heldur einnig til að sjá blak, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir. Konur máttu horfa á körfuboltaleik í Teheran í fyrra en urðu að sitja á sér svæði, fjarri karlmönnum.Ekkert í lögunum Það merkilega er að lög um að banna konur frá íþróttavöllunum er hvergi að finna í lagabókstaf Írans samkvæmt BBC. Þetta er bara eitthvað sem hefur verið við lýði síðan byltingin var gerð 1979 og er framfylgt af hörku. Snemma á þessu ári var 2.000 manns bætt í siðferðislögreglu landsins. Philip Luther, lögfræðingur Amnesty, sagði í vikunni að dauði Sahar væri enn eitt dæmið um hvernig lagaumhverfi í Íran væri sett upp til að ná til kvenna. „Eini glæpur hennar var að vera kona í landi þar sem þeim er mismunað og refsað grimmilega. Við vitum ekki um neitt annað land sem bannar konum að mæta á leiki, hvað þá refsar þeim fyrir það.“ Í lögum Írans er sagt hvernig konur eigi að klæða sig og ef kona ætlar að yfirgefa landið þurfa þær leyfi frá eiginmönnum sínum. Þannig gat fyrirliði Íranska kvennalandsliðsins í futsal, Niloufar Ardalan, ekki keppt á Asíuleikunum árið 2015 því eiginmaður hennar leyfði það ekki. Í grein í The New York Times segir að handtökuskipun hafi verið gefin út á Saba Kamali, sem er fræg leikkona í Íran, því hún skrifaði á Instagram til stuðnings Sahar. Sagði þar að Sahar hefði þjáðst meira en Hussain ibn Ali, barnabarn Múhameðs spámanns. Hún fjarlægði færsluna.Foreldrar Sahar stigu fram í vikunni í viðtali við The Financial Times og viðurkenndu að þau hefðu frekar viljað að dóttir þeirra hefði horft á leikinn í sjónvarpinu en ást hennar á fótbolta hefði dregið hana á völlinn. „Á meðan þeir sem stálu landinu okkar ganga frjálsir þurfti saklaus stúlka að fara í fangelsi og svo deyja. Hvernig er hægt að meðtaka það án þess að vilja deyja úr sorg?“ var meðal annars haft eftir móður hennar, Zari. Knattspyrna er gríðarlega vinsæl í Íran og sagði Ali Karimi, sem er af mörgum talinn vera besti leikmaður Írans frá upphafi og stundum kallaður Maradona Írans, að hann ætlaði ekki að mæta oftar á völlinn þar til breytingar yrðu gerðar. Fyrrverandi formaður knattspyrnusambands Írans, Dariush Mostafavi, sagði að handtaka Sahar hefði skaðað orðspor Írans í knattspyrnunni. Orð að sönnu því knattspyrnuheimurinn horfir nú til Írans með undrunarsvip og hneykslast á framferði landsins gegn konum. Gallinn er að á meðan FIFA gerir lítið í því að framfylgja sínum eigin lögum eru konur áfram lamdar, áreittar og handteknar fyrir að mæta á völlinn í Íran. Sahar er syrgð um víða veröld og vonast er til að alþjóðasamfélagið taki höndum saman og fái Írani til að aflétta þessu fáránlega banni. Hvort það takist mun tíminn leiða í ljós. Þangað til þurfa konur að líma á sig skegg, setja á sig hárkollur og ýmislegt fleira ætli þær sér að sjá uppáhaldslið sín spila. Fótbolti Íran Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sahar Khodoayari var stuðningsmaður vinsælasta liðs Írans, Esteghlal, og vildi sjá leik með liðinu í mars gegn Al-Ain enda var það stórleikur í Meistaradeild Asíu. Konur mega ekki fara á völlinn í landinu og dulbjó Sahari því sig sem karlmann. Margar konur beita því ráði. Því miður fyrir Sahar þá sá siðferðislögregla við henni og var hún leidd út af leikvellinum í járnum og hent í hið alræmda Shahr-e Rey fangelsi. Það er gamalt kjúklingabú, samkvæmt frétt Amnesty, og eru konur geymdar þar sem voga sér að brjóta hin heilögu lög landsins. Fangelsið er yfirfullt og aðstæður allar heldur ógeðfelldar, segir enn fremur á heimasíðu Amnesty. Sahar dvaldi í fangelsinu í tvo daga áður en henni var sleppt. Samkvæmt viðtali við systur Sahar sem Human Right Watch vitnar í glímdi Sahar við geðhvarfasýki og sagði systir hennar að heilsu hennar hefði hrakað mikið eftir dvöl hennar innan veggja fangelsisins.Henni var gert að mæta fyrir dóm vegna glæpa sinna þann 2. september. Ákærurnar voru tvær. Að fara út meðal almennings án hijab slæðu og móðga lögreglumann. Málinu var reyndar frestað en hún átti yfir höfði sér sex mánaða dóm hið minnsta, samkvæmt flestum fréttum. Sahar gekk út úr dómshúsinu í Teheran, hellti bensíni yfir sig og kveikti í. Hún var flutt á sjúkrahús en lést þar viku síðar af sárum sínum. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, sendi samúðarkveðju í örstuttri yfirlýsingu degi síðar og ítrekaði kröfu sína um að konum yrði leyft að fara á leikvelli í landinu. Yfirlýsingin var stutt og ekki birt á heimasíðu FIFA. Það er ekki einu sinni vitað hvort þetta sé opinber yfirlýsing frá FIFA almennt eða bara nokkur orð á Twitter frá samskiptadeild sambandsins. Yfirlýsingin féll í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum og þar tætti fólk hana almennt í sig. Síðan hefur sambandið þagað á meðan heimsþekktir leikmenn og félög hafa tjáð sig. Sahar fékk fljótt viðurnefnið Bluegirl, því litir Esteghlal eru bláir. Meira að segja knattspyrnumenn í Íran tjáðu sig um dauða hennar. Fyrirliði landsliðsins, Masoud Shojaei, sagði eftir að liðið tapaði fyrir Hong Kong 11. september; Samúðarkveðjur, stúlkur Írans. Í dag töpuðum við því Sahar var ekki með okkur. Uppáhaldsliðið hennar, Esteghlal, var með mínútu þögn á æfingarsvæði sínu og spilaði í búningi sérmerktum Bluegirl í vikunni. Það gerði Persepolis, aðalkeppinautarnir í Teheran, einnig. Meira að segja Paul Pogba, leikmaður Manchester United tísti um málið. Pogba er ein stærsta stjarna knattspyrnunnar þó hann sé eins og flestir aðrir knattspyrnumenn uppfullir af sjálfum sér. Að hann léti í sér heyrast þóttu sterk skilaboð því knattspyrnumenn eru einstaklega hræddir við að tjá sínar persónulegu skoðanir af einhverjum ástæðum. Ítalska félagið Roma og þýska félagið Fortuna Dusseldorf, sem Atli Eðvaldsson lék með forðum daga, breyttu liðsmerkjum sínum í blátt til minningar um Sahar. Chelsea og Barcelona sögðu að allir ættu að geta séð fótbolta á vellinum í tístum. Svona mætti áfram telja. Knattspyrnukonur hafa einnig látið þetta mál sig varða. Markvörðurinn Hedvig Lindahl, samherji landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar, hjá Wolfsburg og reyndar fjölmargar sænskar landsliðskonur hafa bent á óréttlætið og krafist svara. Fifa hefur sem fyrr þagað þunnu hljóði.Mega mæta í október? FIFA krafðist þess reyndar fyrr í sumar að Íran sendi frá sér áætlun um hvenær konum verður leyft að kaupa miða á leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins. Þá er á áætlun FIFA að kíkja á næstu vikum til landsins, en þó kom fram að það væri ekki vegna dauða Sahar. Ráðherra íþróttamála í Íran, Jamshid Tahizade, hefur látið hafa eftir sér að engin sérstök tímamörk hafi verið sett, en yfirvöld þar í landi séu að vinna að nauðsynlegri innviðauppbyggingu til þess að hægt sé að hleypa konum inn á leikvanga. Hver sú uppbygging er var ósagt. Lög FIFA eru skýr hvað varðar að mismuna konum og getur sambandið refsað Íran með sekt eða brottvísun frá mótum. Í júní varaði forseti FIFA, Gianni Infantino, Írani við því að viðhalda banninu. Íranir hafa ákveðið að á næsta heimaleik landsliðsins á Azadi-vellinum fái konur að mæta og hvetja liðið áfram. Trúlega verður það gegn Kambódíu í október. Þó handtók siðferðislögreglan fjórar konur fyrir að mæta á völlinn síðast í ágúst. Í frétt BBC frá því í maí 2018 kemur fram að konur í Íran mæti töluvert á völlinn og leggi þvílíkt á sig til að dulbúast og sleppa þannig frá siðferðislögreglunni. Þær líma á sig skegg, setja á sig hárkollur og ýmislegt fleira. Þá segir að 35 konur hafi verið handteknar á síðasta ári fyrir að fara á völlinn. Ekki bara á fótboltavöll heldur einnig til að sjá blak, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir. Konur máttu horfa á körfuboltaleik í Teheran í fyrra en urðu að sitja á sér svæði, fjarri karlmönnum.Ekkert í lögunum Það merkilega er að lög um að banna konur frá íþróttavöllunum er hvergi að finna í lagabókstaf Írans samkvæmt BBC. Þetta er bara eitthvað sem hefur verið við lýði síðan byltingin var gerð 1979 og er framfylgt af hörku. Snemma á þessu ári var 2.000 manns bætt í siðferðislögreglu landsins. Philip Luther, lögfræðingur Amnesty, sagði í vikunni að dauði Sahar væri enn eitt dæmið um hvernig lagaumhverfi í Íran væri sett upp til að ná til kvenna. „Eini glæpur hennar var að vera kona í landi þar sem þeim er mismunað og refsað grimmilega. Við vitum ekki um neitt annað land sem bannar konum að mæta á leiki, hvað þá refsar þeim fyrir það.“ Í lögum Írans er sagt hvernig konur eigi að klæða sig og ef kona ætlar að yfirgefa landið þurfa þær leyfi frá eiginmönnum sínum. Þannig gat fyrirliði Íranska kvennalandsliðsins í futsal, Niloufar Ardalan, ekki keppt á Asíuleikunum árið 2015 því eiginmaður hennar leyfði það ekki. Í grein í The New York Times segir að handtökuskipun hafi verið gefin út á Saba Kamali, sem er fræg leikkona í Íran, því hún skrifaði á Instagram til stuðnings Sahar. Sagði þar að Sahar hefði þjáðst meira en Hussain ibn Ali, barnabarn Múhameðs spámanns. Hún fjarlægði færsluna.Foreldrar Sahar stigu fram í vikunni í viðtali við The Financial Times og viðurkenndu að þau hefðu frekar viljað að dóttir þeirra hefði horft á leikinn í sjónvarpinu en ást hennar á fótbolta hefði dregið hana á völlinn. „Á meðan þeir sem stálu landinu okkar ganga frjálsir þurfti saklaus stúlka að fara í fangelsi og svo deyja. Hvernig er hægt að meðtaka það án þess að vilja deyja úr sorg?“ var meðal annars haft eftir móður hennar, Zari. Knattspyrna er gríðarlega vinsæl í Íran og sagði Ali Karimi, sem er af mörgum talinn vera besti leikmaður Írans frá upphafi og stundum kallaður Maradona Írans, að hann ætlaði ekki að mæta oftar á völlinn þar til breytingar yrðu gerðar. Fyrrverandi formaður knattspyrnusambands Írans, Dariush Mostafavi, sagði að handtaka Sahar hefði skaðað orðspor Írans í knattspyrnunni. Orð að sönnu því knattspyrnuheimurinn horfir nú til Írans með undrunarsvip og hneykslast á framferði landsins gegn konum. Gallinn er að á meðan FIFA gerir lítið í því að framfylgja sínum eigin lögum eru konur áfram lamdar, áreittar og handteknar fyrir að mæta á völlinn í Íran. Sahar er syrgð um víða veröld og vonast er til að alþjóðasamfélagið taki höndum saman og fái Írani til að aflétta þessu fáránlega banni. Hvort það takist mun tíminn leiða í ljós. Þangað til þurfa konur að líma á sig skegg, setja á sig hárkollur og ýmislegt fleira ætli þær sér að sjá uppáhaldslið sín spila.
Fótbolti Íran Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent