Erlent

Allir víga­menn drepnir og gísla­tökunni lokið

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Árásin hófst á mánudag þegar vígamenn BLA sprengdu lestarteina og stöðvuðu þar með lest sem var á leið um héraðið. Í framhaldinu hófu vígamenn skotbardaga á lestina og tóku yfir stjórn hennar. Um 214 farþegar eru sagðir hafa verið teknir gíslatöku. 
Árásin hófst á mánudag þegar vígamenn BLA sprengdu lestarteina og stöðvuðu þar með lest sem var á leið um héraðið. Í framhaldinu hófu vígamenn skotbardaga á lestina og tóku yfir stjórn hennar. Um 214 farþegar eru sagðir hafa verið teknir gíslatöku.  AP

Hersveitir í Pakistan luku í kvöld við að frelsa eftirlifandi gísla sem höfðu verið í gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði í rúman sólarhring. Allir 33 vígamennirnir voru drepnir í aðgerðinni. 

Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir talsmanni pakistanska hersins. Vígamenn frá samtökunum Balochistan Liberation Army, eða BLA, stöðvuðu lest þar sem á fimmta hundrað manns voru um borð í gær og tóku fjölda þeirra í gíslingu. Samtökin hafa barist fyrir sjálfstjórn í Balochistan-héraði, frá yfirvöldum í Islamabad, höfuðborg Pakistan.

Fjórir hermenn og 21 gísl létust meðan á gíslatökunni stóð, samkvæmt upplýsingum frá pakistanska hernum. Áður en þær upplýsingar bárust sögðust BLA hafa drepið fimmtíu manns í gíslatökunni. 

Samtökin hótuðu að hefja aftökur á gíslunum ef pakistönsk yfirvöld létu ekki af hendi pólitíska fanga sem eru í haldi vegna tengsla við samtökin innan tveggja sólarhringa frá því að gíslatakan hófst. 

Fyrr í dag var greint frá því að tekist hefði að frelsa um 190 gísla og í leið hafi brotist út átök á svæðinu. Embættismenn sögðu það hafa reynst mjög erfitt að frelsa gíslana, meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal þeirra. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu

Vopnaðir menn hófu í morgun skothríð á lest í suðvesturhluta Pakistan og tæplega tvö hundruð manns verið teknir í gíslingu. Hópur aðskilnaðarsinna hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×