Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 13:02 Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, íbúi í Nuuk, á kjörstað í morgun. Aðsend/Inga Dóra Íbúar Nuuk geta vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum, sem fylgjast grannt með þingkosningum sem faraþar fram í dag. Íslensk-grænlesk stjórnmálakona segir aldrei hafa verið jafn mikilvægt fyrir grænlendinga að kjósa. Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“ Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Segja má að allra augu hafi beinst að Grænlandi undanfarna mánuði, eða síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að hann vilji leggja undir sig landið. „Það er allt morandi í fjölmiðlum, blaðamönnum labbandi um bæinn. Hvert sem er litið er alltaf einhver að taka eitthvað upp og þetta er fólk frá öllum heiminum,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, þar sem hún er búsett. Hér eru tómir kjörkassar sýndir fjölmiðlum áður en kjörstaðir eru formlega opnaðir.Aðsend/Inga Dóra „Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt að kjósa eins og núna, miðað við áhuga Bandaríkjaforseta á Grænlandi, sem beinist að okkar samskiptum eða ríkjasambandi við Danmörku og stöðu okkar í því sambandi.“ Hvernig á að borga sjálfstæðið? Sjálfstæði Grænlands hefur lengi verið efst á baugi í kosningum og segir Inga Dóra það enn ofarlega í huga heimamanna. Grænlenska þingið samþykkti í haust að setja á fót nefnd sem mun rýna sjálfsstjórnarlögin og samninga við Danmörku. Breytt heimsmynd hafi þó auðvitað áhrif. „Allir eru sammála um að verða sjálfstæðir en ekki allir sammála um hvernig við verðum sjálfstæð. Svo er það annað: Efnahagsástandið. Hvernig eigum við að borga þetta sjálfstæði? Það er efnahagslegt sjálfstæði sem er mikið verið að ræða og þar af leiðandi námur, virkjanir og öll þessi tækifæri sem eru til í Grænlandi,“ segir Inga Dóra. Það sé þó ekki það eina sem Grænlendingar eru að kjósa um. „Lífskjör Grænlendinga hafa verið til mestrar umræðu á kosningafundum og í kappræðum. Þetta snýst ekki bara um sjálfstæðisbaráttuna heldur næstu skref í grænlensku samfélagi. Það er velferðarkerfið og í hvaða átt við erum að fara.“ Kosningaþátttakan lág í síðustu kosningum Inga Dóra var að gera sig tilbúna til að fara á kjörstað þegar fréttastofa náði af henni tali. Hún á von á að mjög fjölmennt verði á staðnum. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu, eða klukkan 11 að íslenskum tíma, og loka klukkan átta að staðartíma. Rúmlega fjörutíu þúsund eru á kjörskrá en í síðustu þingkosningum var kosningaþátttaka 65,9%. „Það verður væntanlega mikil stemning fyrir utan kjörstað. Þar verða flokkarnir með sitt fólk að reyna að fá atkvæði,“ segir Inga Dóra. „Það verður spennandi hverni gþátttakan veðrur því hún hefur verið mjög lág síðustu kosnignar.“
Grænland Danmörk Bandaríkin Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30 Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08 Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10. mars 2025 22:30
Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. 10. mars 2025 09:08
Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Hvað eiga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Putin, forseti Rússlands og Xi Jinping, forseti Kína sameiginlegt? 8. mars 2025 14:30