Minnst 25 dánir í eldsvoða undan ströndum Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 08:46 Eitt líkanna sem fundist hafa flutt í land. AP/Christian Monterrosa Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því. Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því.
Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50
Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39