Minnst 25 dánir í eldsvoða undan ströndum Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 08:46 Eitt líkanna sem fundist hafa flutt í land. AP/Christian Monterrosa Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því. Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Minnst 25 eru dánir eftir að eldur kom upp í skipi undan ströndum Kaliforníu í gærmorgun. 39 manns voru um borð í skipinu Conception og er að mestu að ræða um áhugakafara sem voru í þriggja daga siglingu. Fimm úr áhöfn skipsins björguðust en þeir sváfu á efsta þilfari skipsins. Enn var nótt í Kaliforníu og þegar eldurinn blossaði upp stukku þeir frá borði. Aðrir virðast hafa verið sofandi á neðri þilförum skipsins og hafa lík fundist í skipinu á hafsbotni en það sökk í kjölfar eldsvoðans. Til þess að komast frá svefnrými skipsins þarf að fara upp þröngan stiga og er í raun bara ein útgönguleið þaðan. „Þú gætir ekki beðið um verra ástand,“ hefur AP fréttaveitan eftir fógetanum Bill Brown.Ekki er vitað til þess að aðrir hafi lifað eldsvoðann af, enn sem komið er og ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, í grennd við eyjuna Santa Cruz. Áhafnarmeðlimirnir sem sluppu frá borði sigldu björgunarbát að öðrum báti sem var þar nærri og vöktu eigendur hans. Í samtali við New York Times segja þau Bob og Shirley Hansen að þegar þau vöknuðu hafi skemmtiskipið verið í ljósum logum og áhafnarmeðlimirnir hafi verið kaldir og hraktir. Þeir hafi einungis verið á nærfötunum þegar þeir stukku í sjóinn.„Ég sá eldinn koma út um göt á hlið skipsins. Þá heyrðust reglulega sprengingar. Þú getur ekki undirbúið þig fyrir eitthvað svona. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bob Hansen. Tveir úr áhöfn skipsins fóru aftur að Conception í leit að eftirlifendum en fundu enga.Samkvæmt AP fréttaveitunni sýna opinber gögn að eigendur Conception hafi ávallt brugðist fljótt við ábendingum frá Strandgæslunni við ástandsskoðanir. Á síðustu fimm árum hafi einhverjar ábendingar verið vegna brunavarna og meðal annars hafi eigendurnir þurft að skipta um hitaskynjara í messa skipsins og brunaslöngu.Skipið liggur á hafsbotni en ekki á miklu dýpi. Það ku vera á töluverðri hreyfingu vegna strauma og því hefur gengið erfiðlega að ná líkum úr því.
Bandaríkin Tengdar fréttir Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50 Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. 2. september 2019 20:50
Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39