Bandaríkjamenn mörðu Tyrki í framlengingu og Brassar unnu Grikki á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:02 Ersan Ilyasova reynir að verja skot Bandaríkjamannsins Kemba Walker. Getty/Yifan Ding Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0. Körfubolti Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Sjá meira
Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0.
Körfubolti Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti