Erlent

Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikið hefur verið um mótmæli í Hpng Kong síðustu vikurnar.
Mikið hefur verið um mótmæli í Hpng Kong síðustu vikurnar. Vísir/Getty
Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja.

Svo virðist sem síðurnar hafi verið kostaðar af yfirvöldum í Beijing höfuðborg Kína, þótt talsmenn Google hafi neitað að svara fyrir það. Twitter og Facebook hafa í vikunni gripið til svipaðra aðgerða.

Talsmaður Twitter segir að ekki verði liðið að ríkisstjórnir haldi úti áróðri á Twitter undir fölsku flaggi, og var þá greinilega að vísa í Kínversk yfirvöld, sem hafa farið mikinn í áróðursstríði gegn mótmælendunum í Hong Kong.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×